Sumarleikar HS tkust vel

Sumarleikar HS 2011 voru haldnir Laugum um nlina helgi og tkust nokku vel enda lk veri vi mtsgesti. Laugardagurinn var slrkur og hlr en

Sumarleikar HS tkust vel
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 464 - Athugasemdir ()

Sumarleikar HSÞ 2011 voru haldnir á Laugum um nýliðna helgi og tókust nokkuð vel enda lék veðrið við mótsgesti. Laugardagurinn var sólríkur og hlýr en sunnudagurinn skýjaður og vindasamur.

 

Á heimasíðu frjálsíþróttamanna HSÞ segir að 159 keppendur frá 7 félögum hafi tekið þátt; 32 frá HSÞ, 44 frá UFA, 35 frá UMSE, 32 frá UMSS, 11 frá ÚÍA, 4 frá UMF. Laugdæla og 1 frá ÍR. Margir nýttu sér góða veðrið og aðstöðuna og gistu á tjaldsvæðinu.

Keppendur okkar hjá HSÞ stóðu sig með mikilli prýði. Margir bættu árangur sinn og við fyrstu athugun á héraðsmetaskrá utanhúss litu örfá ný héraðsmet dagsins ljós. Sum þeirra gild en önnur á mörkunum þar sem að meðvindur var oft of mikill í hlaupum. Selmdís Þráinsdóttir stökk 2,81 í stangarstökki og er það nýtt héraðsmet í flokki 19 ára kvenna. Brynjar hljóp 300 m gr. á 48,39 sek og setti nýtt héraðsmet í 14 ára flokki pilta. Brynjar og Elvar hlupu báðir undir héraðsmeti í 80 m grindahlaupi 14 ára pilta en meðvindur var of mikill. Hafdís Sigurðardóttir hljóp 200 m á 25,15 sem er nýtt héraðsmet samkvæmt héraðsmetaskrá en meðvindur var of mikill eða 2,8. Í hlut keppenda HSÞ komu 25 gull, 21 silfur og 20 brons. (123.is/hsth)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr