Strákarnir töpuđu á heimavelli.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 173 - Athugasemdir ( )
Völsungur og Afturelding áttust við á Húsavíkurvelli í dag í 2. deild íslandsmótsins. Heimamenn komust í 1-0 með marki Bjarka Baldvinssonar en gestirnir náðu að jafna fyrir leikhlé.
Annars greinir http://www.fotbolti.net/ svona frá leiknum:
Völsungur 2 - 3 Afturelding
1-0 Bjarki Baldvinsson
1-1 Paul Clapson
2-1 Stefán Björn Aðalsteinsson
2-2 Paul Clapson
2-3 Rannver Sigurjónsson
Talsverður vindur var á Húsavík í dag þegar að Afturelding sótti Völsung heim.
Ungt og efnilegt lið Völsungs náði forystunni í fyrri hálfleik. Hallgrimur Mar Steingrímsson átti fyrirgjöf frá hægri sem rataði
á Bjarka Baldvinsson og hann skoraði með skoti í fjærhornið.
Afturelding náði hins vegar að jafna fyrir leikhlé. Rannver Sigurjónsson átti fyrirgjöf sem rataði framhjá öllum varnarmönnum
Völsungs og á Paul Clapson sem skoraði.
Snemma í síðari hálfleik náðu heimamenn að endurheimta forystuna. Stefán Björn Aðalsteinsson fékk sendingu inn fyrir og afgreiddi
boltann framhjá Kjartani Páli Þórarinssyni í marki Aftureldingar.
Þegar um korter var til leiksloka náði Afturelding að jafna. Eftir fyrirgjöf kastaði Clapson sér fram og skallaði boltann í netið, staðan
orðin 2-2 á Húsavíkurvelli.
Þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma var brotið á Rannveri og Magnús Ástþór Jónasson dæmdi
vítaspyrnu. Clapson freistaði þess að ná þrennunni en Björn Hákon Sveinsson markvörður Völsungs gerði sér lítið fyrir
og varði vítaspyrnuna.
Í næstu sókn tryggði Afturelding sér hins vegar sigurinn. Eftir fyrirgjöf fékk Rannver boltann og hann skoraði með skoti í
fjærhornið, lokatölur 3-2 fyrir Aftureldingu sem er eftir þessi úrslit í öðru sæti deildarinnar með tíu stig.
Meðfylgjandi myndir tók Hallgrímur Sigurðsson en fleiri myndir fá leiknum er hægt að skoða á myndasíðu hans.
Stebbi lætur hér vaða og skömmu síðar lá boltinn í netinu.
Athugasemdir