30. apr
Strákarnir spiluđu ćfingarleik á Hofsósi í gćrÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 488 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla brunaði á Hofsós í gær til þess að etja kappi við 1.deildarlið sauðkræklinga en liðin léku
æfingarleik sem endaði 2-0 fyrir Tindastól.
Völsungar sköpuðu sér fá færi í leiknum en lykilmenn vantaði í liðið vegna meiðsla. Bæði mörk leiksins komu undir lokin
en fram að því hafði markvörður Völsungs Ingólfur varið vel oft á tíðum og haldið þeim grænklæddu inn í
leiknum. Davíð Már Sigurðsson tengdasonur Ingólfs Freyssonar og Guðrúnar Kristinsdóttir mætti á völlinn með vélina og
hér fyrir neðan má sjá myndir frá leiknum.
Athugasemdir