Strákarnir sigruđu Stólana í leiđinlegum leik

Völsungar sigruđu liđ Tindastóls 4-2 í Boganum í kvöld. Leikurinn, sem var í Lengjubikarnum, ţótti ekki góđur ađ mati heimildarmanns 640.is sem var á

Strákarnir sigruđu Stólana í leiđinlegum leik
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 356 - Athugasemdir ()

Fyrirliđinn skorađi úr víti ađ venju.
Fyrirliđinn skorađi úr víti ađ venju.

Völsungar sigruðu lið Tindastóls 4-2 í Boganum í kvöld. Leikurinn, sem var í Lengjubikarnum, þótti ekki góður að mati heimildarmanns 640.is sem var á leiknum. Lítið spil hjá báðum liðum en samt nóg hjá okkar mönnum til að vinna leikinn.

Það voru þeir Friðrik Mar Kristjánsson, Arnþór Hermannsson og Gunnar Sigurður Jósteinsson sem skoruðu mörkin auk þess sem Stólarnir gerðu eitt sjálfsmark.

 

Á heimasíðunni www.123.is/volsungur er viðtal við fyririðann um leikinn:

"Fínn sigur og við áttum góða kafla en duttum alltof neðarlega á völlinn þegar við vorum komnir yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var ágætur af okkar hálfu en það kom tíu mínútna kafli þar sem við vorum á rassgatinu og þeir náðu að skapa sér færi," sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson, fyrirliði Völsungs, eftir 4-2 sigur gegn Tindastól í annari umferð Lengjubikarsins.

Gunni Siggi skoraði eitt mark í leiknum úr vítaspyrnu sem Elfar Árni fiskaði en markvörður Tindastóls fékk að líta rauðaspjaldið í kjölfarið. Liðið virtist kærulaust á köflum en Gunni segir að bæta verði talandan í liðinu.

"Það vantar meiri talanda í liðið og misskilningur sem gerði það að verkum að þeir sluppu í gegn. Það er samt sem áður góð barátta í liðinu en við virðumst alltaf slaka á um leið og við erum komnir yfir og þurfum að laga það," bætti Gunni við.

Það er stutt hvíld hjá Völsungs-liðinu því þeir mæta Hetti í þriðju umferð Lengjubikarsins á Miðvikudaginn.

"Við unnum leikinn og það skiptir mestu máli. Nú byrjum við að huga að næsta leik sem verður ef til vill erfiðari og við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur þar líka," sagði Gunni að lokum sáttur með stigin.


HÉR má lesa umfjöllun um leikinn.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ