Strkarnir skja slandsmeistarana heim bikarnum

Vlsungar fengu sjlfa slandsmeistara Breiabliks 32 lia rslitum Valitorbikarsins en dregi var dag. Reyndar tileik, en gaman hefi veri a f

Strkarnir skja slandsmeistarana heim bikarnum
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 431 - Athugasemdir ()

Ji .
Ji .

Völsungar fengu sjálfa Íslandsmeistara Breiðabliks í 32 liða úrslitum Valitorbikarsins en dregið var í dag. Reyndar útileik, en gaman hefði verið að fá ríkjandi meistara hingað á Húsavíkurvöll. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 26. maí kl. 19:15.

 

 

640.is hafði tal af Jóhanni Kr. Gunnarssyni þjálfara Völsungs og spurði hann hvernig honum lítist á dráttinn og sumarið í boltanum:

 

„Við erum auðvitað bara hæstánægðir með dráttinn í bikarnum. Það verður mikil upplifun fyrir strákana að fara á einn flottasta völlinn á landinu og spila við Íslandsmeistara Breiðabliks. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við eigum tvo erfiða leiki í íslandsmótinu fram að því og megum ekki láta þetta trufla okkur. Verðum að setja þetta á ís þangað til þar að kemur“.

Nú eru þetta tvö græn lið sem mætast og það var í fréttum í dag að Völsungar ættu ekki varabúninga, er búið að redda því:

„Varabúningurinn okkar er í pöntun og við mætum líklega hvítir og glaðir í Kópavoginn í lok mánaðarins. Njarðvík féll líka í fyrra svo við hefðum líklega lent í vandræðum á móti þeim í útileiknum svo ekki var vanþörf á varabúningi. Þetta er allt í vinnslu“.

Íslandsmótið fer að hefjast, eru menn ekki orðnir spenntir að mæta til leiks:

„Fjarðabyggð eru andstæðingar okkar í fyrstu umferðinni og er leikurinn hér heima á laugardaginn kl.16:00. Húsavíkurvöllur kemur vel undan vetri og sennilega er þetta einhvers konar met hjá okkur hvað við byrjum snemma að spila hér heima. Fjarðabyggð féll úr 1.deildinni í fyrra og ég hef nú trú á því að þeir ætli ekkert að dvelja of lengi í 2.deild. Þeir verða sterkir í sumar og því reikna ég með hörkuleik á laugardaginn. Við erum klárir í leikinn og ekkert nema tilhlökkun hjá strákunum að byrja mótið“.

Er liðið vel undirbúið fyrir komandi átök:

„Ég tel okkur koma vel undirbúna og hressa til leiks þetta sumarið. Við ætlum að læra af slakri byrjun í fyrra og gleyma okkur ekki í einhverjum markmiðum og væntingum fyrir deildina. Ætlum algjörlega að taka einn leik í einu og hafa mikið fyrir hlutunum. Við höfum eytt miklu púðri í undirbúning og strákarnir hafa lagt heilmikið á sig til að vera klárir í mót. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir vinnu sína í vetur og hvort sem það er sá elsti eða yngsti í liðinu þá hafa allir lagt mikið undir og bægt flestu öðru frá í vetur. Ég er mjög ánægður með vinnuframlagið á undirbúningstímabilinu sem hefur verið stigvaxandi hjá okkur og allt á góðri leið“.

Hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra:

„Í raun breyttist hópurinn dálítið mikið frá því í fyrra en bara úr seinni umferðinni, þar sem við töpuðum aðeins einum leik, höfum við „misst“ eina 8 leikmenn sem voru í eða alveg við byrjunarlið. Ungir og efnilegir strákar hafa komið upp í staðinn og staðið vaktina í leikjum vetrarins með sóma. Við bætum við okkur markmanni (Kjarri) og svo kemur Jóhann Páll norður líka til að æfa og spila með okkur í sumar. Þeir eru mjög góð viðbót við liðið og styrkja það mikið. Einnig verðum við með 1 eða 2 leikmenn að láni frá Akureyri sem keyra sig á milli. Þeir styrkja okkur einnig mikið og hafa dýrmæta reynslu úr 1.deildinni. Heilt yfir er ég bara mjög sáttur með hópinn og hlakka mikið til sumarsins“.

Sagði Jói Kr. að lokum og nú er um að gera að mæta á völlinn á laugardaginn og styðja strákana.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr