29. g
Strkarnir me gan tisigur orlkshfnrttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 367 - Athugasemdir ( )
Völsungsstrákarnir gerðu góða ferð í Þorlákshöfn í dag þegar þeir léku við Knattspyrnufélagið Ægi í átta liða úrslitum 3. deildar. Völsungar skoruðu þrjú mörk gegn einu marki heimamanna.
Það tók strákana innan við hálftíma leik að komast í 3-0 en það voru þeir Hermann Aðalgeirsson, Bjarki Baldvinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoruðu mörk Völsunga.
Heimamenn í Ægi minnkuðu muninn síðan þegar Ársæll Jónsson skoraði eina mark þeirra á ´73 mín. leiksins. Frábær sigur hjá strákunum okkar sem gefur þeim gott veganesti í síðari leikinn sem fram fer á Húsavík nk. þriðjudag.
Athugasemdir