Strákarnir lágu á heimavelliÍţróttir - Ingvar Björn - Lestrar 483 - Athugasemdir ( )
"Grannaslagur" Völsunga og Fjallarbyggðarmanna fór fram á Húsavík á fimmtudagskvöldið í
ógeðslegri slyddu og norðanstrekkingi. Völsungar fundu sig illa og áttu lélegan dag en KF piltar vildu sigurinn meira má segja út frá
baráttu liðanna.
Ragnar Hauksson var erfiður ljár í þúfu heimamanna
þennan dag en hann slapp í gegn strax í byrjun en skot hans endaði framhjá markinu.
Sprækustu Völsungar fyrri hálfleiksins voru Bjarki og Hafþór sem reyndu að spóla sig í gegn hægra megin nokkrum sinnum með litlum
árangri.
Um miðjan fyrri hálfleikinn skoruðu gestirnir svo fyrsta mark leiksins. Markvörður þeirra tók þá útspark sem vindurinn jók kraftinn
í langt fram völlinn. Vörn heimamanna stóð sem frosin og Ragnar Hauksson stakk sér inn fyrir og kláraði færi sitt á einfaldan hátt.
Rétt áður hafði Kjartan varið frábærlega úr mjög svipuðu færi frá Ragnari.
Leikur KF manna gekk mikið út á það að stinga boltanum upp hægri kantinn og nýta sér þar hraða Gabríels Reynissonar sem olli
miklum usla oft á tíðum.
Staðan 0-1 í hálfleik fyrir KF.
Völsungar voru aðeins grimmari í byrjun seinni hálfleik en snemma fór að draga úr mönnum.
Á 67.mínútu átti Milan Lazarevic svo fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem Gabríel Reynisson tók vel niður og kláraði hann færi
sitt mjög vel undir pressu frá Kjartani og Jóhanni. Snyrtilega klárað.
Báðum liðum gekk illa að skapa færi en barátta gestanna var meiri og þeir stýrðu þessum leik ágætlega. Hafþór
barðist og barðist og fór af 100% krafti í allt sem hann gerði. Aðrir hefðu mátt fylgja.
Alli Jói og Rafnar komu inn á þegar um 12 mínútur lifðu leiks. Alli átti skot úr teignum strax eftir skiptingu en markvörður gestanna
varði stórglæsilega.
Ármann kom svo inn á þegar stutt var eftir og lítið gerðist í restina.
Menn verða klárlega að rísa upp þegar Höttur verður heimsóttur í dag og sýna úr hverju menn eru gerðir. Svona frammistaða er
ekki boðleg Völsungsliði, nokkurn tímann. Vissulega voru aðstæður ekki boðlegar til knattspyrnuiðkunar en veðrið bitnar alltaf á
báðum liðum. Ég hef fulla trú á því að strákarnir taki sig til og rífi sig upp á mánudag en Höttur er taplaust
enn sem komið er í deildinni. Það er tilvalið að við verðum fyrsta liðið til að sigra þá!
Upp með sokkana segjum við Dóra !!!!
Völsungar verjast.
Athugasemdir