Strsigrar Lengjubikarnum

Vlsungsstelpurnar lku gegn Fjararbygg-Leikni Boganum sunnudaginn og hfu sigur, strsigur reyndar. Leikurinn, sem var Lengjubikarnum, endai

Strsigrar Lengjubikarnum
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 255 - Athugasemdir ()

Völsungsstelpurnar léku gegn Fjarðarbyggð-Leikni í Boganum á sunnudaginn og höfðu sigur, stórsigur reyndar. Leikurinn, sem var í Lengjubikarnum, endaði 8-1 fyrir Völsungi . Þær Hafrún Olgeirsdóttir og Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir skoruðu hvor sína þrennuna og Harpa Ásgeirsdóttir setti tvö.

 

Strákarnir spiluðu líka um helgina í Lengjubikarnum nánar tiltekið í Fjarðarbyggðarhöllinni. Mótherjar þeirra voru Huginsmenn frá Seyðisfirði.

Á vef Völsungs segir frá leiknum á þessa leið:

Völsungur vann Huginn í vægast sagt skrýtnum leik 4-8! Má segja að þeir fáu áhorfendur sem komu að berja liðin augum hafi fengið eitthvað fyrir snúðinn góða! Dómari leiksins þurfti ydda blýantinn eftir fyrri hálfleikinn. Höfðu menn á orði að fyrstu 20 mín. hefðu minnt frekar á ágætan handboltaleik. Menn alltaf að taka miðju.

Eftir 9 mín. leik var staðan orðin 3-1 Huginn í vil. Strákarnir náðu að jafna 3-3 á 22. mín. 3 mín. seinna skoruðu Huginn aftur og staðan þá orðin 4-3. Sem sé 7 mörk eftir 25 mín. Völsungar bitu í skjaldarrendur og náðu að skora tvö mörk fyrir hlé. Vel að verki staðið að koma tvíefldir tilbaka þrátt fyrir að lenda "nokkrum sinnum" undir. Í seinni hálfleik var nánast um einstefnu að ræða og skoruðu Völsungar 3 mörk. Það jákvæða í leiknum var það að menn voru að skapa fullt af góðum færum og hefðu í raun átt að skora fleiri mörk (vægt til orða tekið).

Þess má geta að í seinni hálfleik var Völsungurinn Bjössi Sýslumannssonur í marki Hugins.

Mörkin í dag: Bjarki 3, Stebbi 2, Hrannar 1, Alli Jói 1 og Gunni Siggi 1.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr