Stelpurnar úr leik í bikarnum eftir stórtap gegn FylkiÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 365 - Athugasemdir ( )
Hið unga lið Völsungskvenna lék gegn Pepsideildarliði Fylkis í VÍSA-bikarnum í gær og lutu í gras. Gestirnir höfðu töglin og haldirnar á vellinum og þegar yfir lauk höfðu þeir skorað tíu mörk en heimastúlkur aðeins eitt.
Það gerði Indíana Þórsteinsdóttir úr víti sem Völsungar fengu eftir að brotið var á Sigrúnu Lilju Sigurgeirsdóttur innan vítateigs.
Ásrún Ósk Einarsdóttir var valin maður leiksins hjá heimamönnum og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is. Ásrún er á 15 ári og spilar einnig með 3. flokki Völsungs.
Ásrún sækir að leikmanni Fylkis.
Hér er mark í uppsiglingu hjá Fylkisstúlkunum snemma leiks.
Inda skoraði eina mark Völsunga úr þessari vítaspyrnu.
Jóney Ósk gaf ekkert eftir í leiknum eins og sjá má á myndinni.
Björn Grétar Baldursson tók myndina af Unni Mjöll og Ásrúnu Ósk.
Aðrar myndir eru teknar af ljósmyndara 640.is
Athugasemdir