Stelpurnar sigruđu Stólana

Stelpurnar í meistaraflokki Völsungs léku sinn fyrsta heimaleik í sumar í gćr ţegar ţćr mćttu Tindastóli. Liđiđ er gjörbreytt frá ţví í fyrra, margir af

Stelpurnar sigruđu Stólana
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 437 - Athugasemdir ()

Jóney Ósk var valin mađur leiksins.
Jóney Ósk var valin mađur leiksins.

Stelpurnar í meistaraflokki Völsungs léku sinn fyrsta heimaleik í sumar í gær þegar þær mættu Tindastóli. Liðið er gjörbreytt frá því í fyrra, margir af burðarásum liðsins horfnir á braut og ungir leikmenn að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki.

 

En leikurinn fór sem sagt fram á Húsavíkurvelli í veðurblíðu og höfðu heimastúlkur 2-0 sigur með mörkum Jóhönnu Gunnarsdóttur og Sigrúnar Lilju Sigurgeirsdóttur.

 

Jóney Ósk Sigurjónsdóttir var valin maður leiksins hjá heimamönnum og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is. Jóney er 16 ára og spilar einnig með 3. flokki Völsungs líkt og margar fleiri stelpur.

Jóhanna skoraði fyrra mark Völsungs....

.....og Sigrún Lilja það síðara en hér horfir hún á eftir boltanum í netið...

...og hér fagna stelpurnar.

Anna Halldóra á fleygiferð en hún stóð sig vel í leiknunm.

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ