Stelpurnar lágu fyrir Ţrótti í úrslitum LengjubikarsinsÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 294 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpurnar léku til úrslita í C-deild Lengjubikarsins í dag gegn Reykjavíkur Þrótti og fór leikurinn fram á gervigrasinu í Laugardag. Það blés ekki byrlega fyrir Völsungum fyrir leik því þrír leikmenn áttu að fljúga suður í morgun en ekkert varð af fluginu og komust þær því ekki í leikinn. En þær stóðu sig samt vel stelpurnar og þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast í framlengingu voru þær félagi sínu sem og sveitarfélagi til sóma.
Leikurinn tapaðist 3-2 og lesa má um leikinn á Fótbolti.net þar sem einnig eru nokkrar myndir úr leiknum.
Sótt að marki Völsunga.
Heiðdís í baráttunni og Dagný fylgist vel með og tilbúin að aðstoða.
Meðfylgjandi myndir tók Þórdís Inga Þórarinsdóttir ljósmyndari Fótbolta.net
Athugasemdir