11. apr
Stelpurnar lágu fyrir Hetti í lengjubikarnumÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 344 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpurnar léku sinn annan leik í Lengjubikarnum í dag þegar þær mættu Hetti frá Egilsstöðum í Boganum á Akureyri. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hattar og skoraðu Hattarstúlkur sigurmarkið í blálokin. Hafrún Olgeirsdóttir skoraði mark Völsunga.
Völsungur er því með þrjú stig eftir tvo leiki en næsti leikur er sunnudaginn 18. apríl nk. en þá mæta þær Tindastól/Neista í Boganum. Þjálfari Völsungs er Andri Hnikarr Jónsson sem tók við liðinu í vetur af Jóhanni Kr. Gunnarssyni.
Athugasemdir