Stelpurnar lágu á heimavelli

Völsungsstelpurnar mćttur Selfyssingum í blíđskaparveđri á Húsavíkurvelli í dag. Leikurinn var heldur tíđindalítill og lauk međ sigri gestanna sem skoruđu

Stelpurnar lágu á heimavelli
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 656 - Athugasemdir ()

Lea Hrund afhenti Elvu Marý verđlaunin.
Lea Hrund afhenti Elvu Marý verđlaunin.

Völsungsstelpurnar mættur Selfyssingum í blíðskaparveðri á Húsavíkurvelli í dag. Leikurinn var heldur tíðindalítill og lauk með sigri gestanna sem skoruðu eitt mark en heimamenn ekkert.

Staðan var 0-0 í hálfleik en fljótlega í síðari hálfleik kom eina mark leiksins. Völsungar náðu reyndar að skora eitt mark en það var dæmt af vegna brots á leikmanni Selfoss. Þar við sat og er Völsungur nú með þrjú stig eftir þrjá leiki í Íslandsmótinu.

 

Elva Marý Baldursdóttir var kjörinn maður leiksins.

 

 

 

Markmaður gestanna er ekki með öllu ókunnur hér á Húsavík. Fyrrum markmaður Völsungs, Dagný Pálsdóttir.

 

Og hér fylgist karl faðir hennar með stelpunni, vallarstjórinn Palli Rikka.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ