02. ma
Stelpurnar komnar rslit Lengjubikarsinsrttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 356 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpurnar eru komnar í úrslit C-deildar Lengjubikarsins eftir 1-0 sigur á Draupni í dag. Leikurinn fór fram í Boganum og skoraði Helga Björk Heiðarsdóttir mark Völsunga í fyrri hálfleik.
Það er því ljóst að bæði kvenna- og karlalið Völsungs leika til úrslita í Lengjubikarnum. Stelpurnar mæta annað hvort liði Selfyssinga eða Þróttar Reykjavík en strákarnir mæta Víkingi Ólafsvík í úrslitum 2. deildar.
Athugasemdir