Stelpurnar komnar undanrslitrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 588 - Athugasemdir ( )
"Við vorum miklu betri og áttum sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðu mörkin getað
verið mun fleiri," sagði Helga Guðrún Guðmundsdóttir, leikmaður kvennaliðs Völsungs, eftir að stelpurnar tryggðu sér í
undanúrslit C deildar Lengjubikarsins í dag með 2-0 sigri gegn Tindastól.
Helga Björk Heiðarsdóttir kom stelpunum yfir eftir rúman hálftíma leik og var staðan 1-0 í hálfleik. Þórunn Birna
Jónsdóttir innsiglaði svo sigurinn seint í síðari hálfleik og eru Völsungsstúlkur á leið í undanúrslitaleikinn
þann 4.maí sunnan heiða og ætla sér alla leið.
"Nú er það bara næsta skref að komast í úrslitaleikinn og að sjálfsögðu ætlum við okkur þangað", sagði Helga
ákveðin að lokum.
Athugasemdir