29. júl
Stelpurnar gerđu jafntefli á Mćrudögunum.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 416 - Athugasemdir ( )
Á föstudagskvöldi Mærudaganna áttust við lið Völsungs og Fram í 1. deild
kvenna, B-riðil , á Húsavíkurvelli. Leiknum lauk með jafntefli þar sem hvort lið skoraði eitt mark.
Ruth Ragnarsdóttir skoraði mark heimastelpna á 58. mínútu leiksins en Safamýrarstelpur jöfnuðu á þeirri 71. Þar var að verki Elísabet Sara Emilsdóttir.
Jóney Ósk Sigurjónsdóttir var valinn maður leiksins. Hún fékk glaðning að launum frá NIVEA á
Íslandi sem stendur að valinu með 640.is en dómarar koma sem fyrr úr brekkunni.
Athugasemdir