Stelpurnar byrja me ltum Lengjubikarnum

Vlsungsstelpurnar hfu keppni Lengjubikarnum gr egar r sttu li Fjararbyggar/Leiknis heim hllina eirra Reyarfiri. Liin eru rum

Stelpurnar byrja me ltum Lengjubikarnum
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 372 - Athugasemdir ()

Hafrn skorai fjgur.
Hafrn skorai fjgur.

Völsungsstelpurnar hófu keppni í Lengjubikarnum í gær þegar þær sóttu lið Fjarðarbyggðar/Leiknis heim í höllina þeirra á Reyðarfirði. Liðin eru öðrum riðli C-deildar ásamt Sindra, Tindastól/Neista, Hetti og Draupni.

 

Það er skemmst frá því að segja að Völsungar völtuðu yfir heimamenn og lokatölur leiksins urðu 6-0. Mörk Völsunga skoruðu þær Hafrún Olgeirsdóttir, sem skoraði fjögur, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir og Heiðdís Hafþórsdóttir eitt mark hvor.

 

Næsti leikur stelpnanna er sunnudaginn 11. apríl er þær mæta Hetti í Boganum á Akureyri en þar leika Völsungar heimaleiki sína.

Hér er hægt að skoða myndir frá leiknum.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr