Steini og Maja opnuđu Lenubć Café međ stćl í gćrAlmennt - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 2006 - Athugasemdir ( )
Fullt var út að dyrum allan gærdag er Steini og Maja ásamt öllum sínum her opnuðu glæsilega viðbót við Heimabakarí sem fékk nafnið Lenubær Café. Á árum áður var þarna Lenubúð líkt og margir muna en það er óhætt að segja að þarna hafi verið staðið virkilega vel að verki og aðkoman að Lenubæ frábær.
Steingrímur Sigurðsson var að vonum sáttur eftir langan en eftirminnilegan dag þegar fréttaritari hitti á hann eftir lokun í gærkvöld. Hann
segir viðtökurnar hafa komið sér og sínu fólki í bakaríinu á óvart þar sem búðin var full frá morgni til
kvölds.
"Viðtökunar voru ótrúlegar, maður er bara klökkur. Þetta kom mér mjög á óvart því hér var bara fullt allan daginn
og ég átti ekki von á því. Bara verst að maður gat ekki sinnt þessu eins og maður vildi því þetta kom svo á óvart,
það er nú málið. Ótrúlegt og hvetur mann til þess að gera enn betur næst. Þetta var bara eins og Mærudagar." sagði Steini
hissa en þakklátur eftir daginn.
Heimabakarí líkt og oft áður að eigin frumkvæði lagði styrk til Völsungs en 200 kr. af hverri seldri pizzu runnu til félagsins og seldust
flatbökurnar líkt og enginn væri morgundagurinn.
"Völsungur er bara félag sem ég styð og ég myndi láta miklu meira renna til Völsungs ef ég gæti það. Við gerðum um 300 pizzur
og það gerir um 60.000 sem rennur til félagsins og ég held að það sé bara ágætt, margt smátt gerir eitt stórt og maður
myndi bara vilja sjá fleiri gera þetta", sagði Steini að lokum en þau hjónin hafa staðið á bak við félagið árum saman með
látlausum styrkjum hér og þar og sýna enn og aftur í verki hvar hugurinn er. Það er ljóst að Völsungshjartað slær enn fast og ef
ekki bara fastar með hverju árinu sem líður.
Við óskum okkar fólki hjá Heimabakarí innilega til hamingju með Lenubæ og hvetjum alla til að kíkja við og sjá þessa
glæsilegu viðbót við besta bakarí landsins.
Athugasemdir