Stefán Jón Sigurgeirsson íţróttamađur Húsavíkur 2007.

Íţróttamađur Húsavíkur áriđ 2007 var valinn í dag, ađ venju var ţađ Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stóđ ađ valinu. Sami háttur var hafđur á og áđur ađ

Stefán Jón Sigurgeirsson íţróttamađur Húsavíkur 2007.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 282 - Athugasemdir ()

Stefán Jón á fullri ferđ í brautinni. Ljós. Guđm. Jak.
Stefán Jón á fullri ferđ í brautinni. Ljós. Guđm. Jak.

Íþróttamaður Húsavíkur árið 2007 var valinn í dag, að venju var það Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem stóð að valinu. Sami háttur var hafður á og áður að deildir innan Völsungs og önnur íþróttafélög í bænum  tilnefndu íþróttamann ársins. Tilnefndir eru íþróttamenn undir 16 ára aldri og svo 17 ára og eldri. Ekki tilnefna allar deildir Völsungs, eða öðrum félögum, úr sínum röðum og í sumum greinum einungis í öðrum flokknum.

 

Íþróttamaður ársins 2007 var valinn Stefán Jón Sigurgeirsson skíðamaður ársins í flokki 17 ára og eldri. Önnur varð Berglind Ósk Kristjánsdóttir frjálsíþróttamaður ársins í flokki 17 ár ára og eldri. Í þriðja sæti varð Hafrún Olgeirsdóttir knattspyrnumaður ársins 16 ára og yngri.

 

 

Þeir sem voru valdir íþróttamenn ársin í sínum greinum voru.

Í flokki 16 ára og yngri.                                              

Knattspyrna, Hafrún Olgeirsdóttir.                               

Handknattleikur, Aðalsteinn Jóhann Friðriksson.           

Frjálsar íþróttir, Þórný Stefánsdóttir.

Skíði, Þórný Stefánsdóttir.

Sund, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir.

Fimleikar, Sylvía Dögg Ástþórsdóttir.

Boccia, Vilberg Lindi Sigmundsson.

Karate, Anna Dís Pálsdóttir.

Golf, Arnþór hermannsson.

Í flokki 17 ára og eldri.

Knattspyrna, Björn Hákon Sveinsson.

Frjálsar íþróttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir.

Skíði, Stefán Jón Sigurgeirsson.

Karate, Kristjana E. Gunnarsdóttir.

Golf, Magnús Hreiðarsson.

Hestaíþróttir, Gísli Haraldsson.

Skotíþróttir, Gunnólfur Sveinsson.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ