Stefn Jn: Hefum geta stoli essu lokin

a er auvita alltaf gaman a spila fyrsta heimaleikinn og vi vorum alveg tilbnir etta en vi byrjuum svona frekar rlega og eir voru meira me

Stefn Jn: Hefum geta stoli essu lokin
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 457 - Athugasemdir ()

Stefn Jn Sigurgeirsson
Stefn Jn Sigurgeirsson

„Það er auðvitað alltaf gaman að spila fyrsta heimaleikinn og við vorum alveg tilbúnir í þetta en við byrjuðum svona frekar rólega og þeir voru meira með boltann og við áttum erfitt með að halda honum. Þeir sóttu aðeins á okkur en voru samt ekki að ná að skapa neina sérstaka hættu. Við vorum ekki nægilega beittir fram á við en það var betra í seinni hálfleik. Mér fannst við miklu betri í þessum leik og vörnin hélt mjög vel," sagði Stefán Jón Sigurgeirsson, leikmaður Völsungs, eftir markalaust jafntefli gegn Gróttu í fyrsta leik sumarsins á Húsavíkurvelli.

„Ég held að menn séu alveg þannig séð sáttir við stigið en við hefðum getað stolið þessu í lokin þegar að Arnþór tók aukaspyrnuna, það hefði verið mjög sætt. En það er alltaf gott að halda hreinu og svo þurfa bara mörkin að koma," segir Stefán en hann segir tilfinninguna alltaf góða að stíga inn á Húsavíkurvöll.

„Tilfinningin er alltaf góð. Það er alltaf gaman að spila hérna, það var bara leiðinlega hvasst í dag en það á ekki að skipta neinu máli."

Strákarnir eiga aftur heimaleik um næstu helgi er liðið tekur á móti Aftureldingu. Stebbi er bjartsýnn fyrir næsta stríð.

„Ég er bara mjög bjartsýnn, við verðum bara að byggja á þessu og ná fram enn meiri baráttu og vilja til að sigra," sagði Stefán að lokum.

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Vindurinn í aðalhlutverki í opnunarleik Húsavíkurvallar


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr