Stefán Jón féll úr leik í stórsviginu

Stefán Jón féll úr leik í fyrri ferđinni í stórsvigi á HM í Val d'Isere og ţađ gerđi einnig Björgvin Björgvinsson frá Dalvík.     Pavel landsliđsţjálfari

Stefán Jón féll úr leik í stórsviginu
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 141 - Athugasemdir ()

Stefán Jón féll úr leik í fyrri ferðinni í stórsvigi á HM í Val d'Isere og það gerði einnig Björgvin Björgvinsson frá Dalvík.

 

  Pavel landsliðsþjálfari segir á heimasíðu skíðasambands Íslands að strákarnir hafi báðir skíðað vel í fyrri hluta brautarinn. Björgvin gerði mistök um miðbik og féll úr keppni hann startaði númer 38. Stefán Jón hoppaði upp úr skíðunum í töluverðum bratta en þar var brautin illa farin. Hann startaði númer 74 af 75 keppendum

 

  Á morgun laugardag fer fram undankeppni í svigi. Stefán Jón og Gísli Rafn Guðmundsson Ármanni taka þátt í undankeppninni, ekki er ljóst hvort að Björgvin Björgvinsson Dalvík þarf að taka þátt í undankeppninni en  það mun skýrast seinna í dag.  Árni Þorvaldsson Ármanni hefur dregið sig úr keppni og er á heimleið vegna eymsla í baki.

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ