Spennandi leikur Völsungs gegn Hvíta Riddaranum

Ţeir komu úr Mosfellsbć og riđu ekki feitum hesti leikmenn Hvíta Riddarans sem mćttu meistaraflokki Völsungs í annarri viđureign liđanna í 4. liđa

Spennandi leikur Völsungs gegn Hvíta Riddaranum
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 320 - Athugasemdir ()

Elfar Árni skorar eitt marka sinna.
Elfar Árni skorar eitt marka sinna.

Þeir komu úr Mosfellsbæ og riðu ekki feitum hesti leikmenn Hvíta Riddarans sem mættu meistaraflokki Völsungs í annarri viðureign liðanna í 4. liða úrslitum. Völsungar sigruðu Riddarana með fimm mörkum gegn tveimur og leika því í 2. deild að ári. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Völsung og ástæða til að óska leikmönnum til hamingju svo og félagsmönnum öllum  í Völsungi. Leikurinn var gríðarlega spenndi og skemmtilegur þrátt fyrir helli rigningu og hvassviðri á köflum. Stuðningsmenn létu slíkt ekki á sig fá og mættu vel í brekkuna enda bauð Íslandsbanki á völlinn. Vegna þess hve blautur völlurinn var stefni í hættulegan leik með tæklingum og tilheyrandi aukaspyrnum og spjöldum.

 

Fréttamaður 640.is var varla búinn að opna bókina og draga upp pennan þegar fyrsta mark leiksins kom en það kom eftir 26 sekúndur. Það skoraði Elvar Árni glæsilega eftir að Hermann sendi vippu yfir vörnina og á Elvar Árna. Segja má að Riddararnir hafi misst jafnvægið í útreiðartúrnum við þetta upphaf. Leikurinn varð strax spennandi og á ´3 mínútu komst Elvar Árni í gegnum vörnina frá vinstri og sendi á Bjarka sem framlengdi boltann frá miðjunni yfir á Stefán Björn sem kom á fleygiferð og smellhitti boltann en hann framhjá. Riddararnir komust fljótt inn í leikinn aftur og gáfu Völsungum ekkert eftir en hlutirnir féllu bar ekki með Riddurnum í þessum leik. Það má segja að þarna mættust tvö afar sterk lið og býsna jöfn. Á ´10 mínútu fengu Völsungar aukaspyrnu sem Hermann tók og sendi beint á skallann á Elvari Árna sem fékk ágætt tækifæri en skallaði rétt yfir. Aðeins mínútu seinna fengu Riddararnir hættulegt færi en Sveinbjörn Ingi lokaði vel í markinu og varði gott skot. Á sömu mínútu komust Riddararnir í sókn en Gunnar Sigurður bjargaði vel. Á ´12 mínútu kom fyrsta hættulega tæklingin en Elvar Árni var klipptur niður og uppskráu þeit hvítu fyrsta gulaspjaldið af mörgum.

 

   Eftir 18 mínútna leik komust Hvítu Riddararnir betur inn í leikinn og Völsungar voru að tapa boltanum of mikið á miðjunni og urðu margar hættulegar sóknir eftir það. Mikil barátta var á vellinum og spennan var ákaflega mikil. Á ´22 mínútu komst Hermann í gegnum miðjuna og sendi á Elvar Árna sem var felldur inn í teig en víti ekki dæmt. Boltinn barst á Bjarka sem fékk þröngt færi og boltinn fór rétt framhjá. Sóknir beggja liða voru hættulegar og skemmtilegar og fengu áhorfendur að upplifa mikla spennu og markið var alltaf í loftinu. Á ´30 mínútu fékk Bjarki boltann eftir kýlingar og komst í gegn og átti skot á mark en markmaður Riddaranna varði vel en sá átti eftir að verjast vel og halda þeim inn í leiknum. Á ´32 mínútu voru Riddararnir í sókn og fóru upp hægri kantinn og mættu þar Sveinbirni Má sem varðist vel og vann boltann af leikmanni Riddaranna en sá kom á eftir Sveinbirni Má og braut á honum þannig að Sveinbjörn lá eftir og Riddarinn veittist svo að Sveinbirni þegar hann stóð á fætur og uppskar rautt spjald eftir mjög svo óíþróttamannslega hegðun. Leikmenn Riddaranna voru því orðnir einum færri. Þeir hvítu voru orðnir reglulega pirraðir og sýndu það í leik sýnum og var þeim ekki til sóma en á ´37 mínútu var Kistján Gunnar klipptur niður og dómarinn sýndi einum Riddaranna gult spjald. Á ´39 komst Elvar Árni í gegnum vörnina eftir fína sendingu frá Hermanni og í dauðafæri en markmaður Riddaranna varði enn. Sóknir Völsunga héldu áfram fram að hlé.

 

   Á ´49 mínútu komust Völsungar í tvö núll þegar Jón Hafsteinn átti góða sendingu á Elvar Árna sem virtist hafa allan heimsins tíma með tvo varnarmenn á sér og markmanninn en þvældi þá upp og setti boltann örugglega í markið. Verðskuldað mark Völsunga og mikil gleði og barátta einkenndi þarna Völsungsliðið. Á ´54 mínútu átti Kristján Gunnar frábæra stungu á Stefán Björn sem tók hlaupið en markmaður Riddaranna átti gott úthlaup og náði fyrra að boltanum. Á ´55 mínútu var tvöföld skipting hjá Hvítu Riddurunum.  Stefán Björn vann boltann á ´57 mínútu og sendi á Hermann sem komst með boltann út í horn og sendi inn í en boltinn í gegnum vörnina og enginn Völsungur kom í boltann. Á ´59 mínútu var Stefán Björn felldur hægra megin við teig og Hermann tók fastan jarðarboltan og boltinn í netið eftir klaufalega tilburði markmanns Riddaranna. Á ´62 mínútu fékk einn varnarmanna Riddaranna gult spjald og líklega fyrir brúk. Á ´66 mínútu kom óvænt mark hjá Riddurunum eftir skot af löngu færi öllum að óvörum og staðan orðin þrjú mörk gegn einu.

 

   Brekkan tók við sér og mátti heyra óma á vellinum, Völsungur. Á ´70 mínútu tryggði Elvar Árni þrennuna eftir skógarhlaup markmanns Riddaranna en Elvar vann boltann rétt við miðju og skaut á markið af um 40 metra færi og boltinn í netið, staðan orðin fjögur mörk gegn einu. Á ´74 mínútu gerðu Völsungar skiptingu og inn á komu Friðrik Mar og Hrannar Björn en Bjarki og Stefán Björn yfirgáfu völlinn sáttir og sælir. Enn þurfti dómarinn að lyfta gula spjaldinu á Riddarana þegar Sveinbjörn Már var klipptur niður á ´75 mínútu. Á ´76 mínútu kom skipting hjá Riddurnum sem hafði lítil áhirf en mikil læti urðu í skýli þeirra og þurfti aðstoðardómarinn að eyða orðum á skýlið.

 

   Elvar Árni setti svo fjórða markið sitt og fimmta mark Völsunga á ´78 mínútu þegar Halldór Fannar átti frábært hlaup upp kantinn og sendir á Friðrik Mar sem sendir aftur á Halldór sem var kominn upp að endamörkum og sendir aftur á Friðrik sem átti fast skot að markinu þar sem Elvar átti viðstöðulaust skot á markið og boltinn söng fallega í netinu eftir gríðarlega fallegt spil Völsunga. Völsungar gerðu aftur tvöfalda skiptingu á ´79 mínútu og Davíð og Boban komu inn á en Hermann og Sveinbjörn Már komu afar sælir af velli. Hvíti Riddarinn gerði einni tvöfalda skiptingu á ´82 mínútu.

 

   Á ´84 mínútu kom fín sókn hjá Völsungum þegar Hrannar Björn komst langt í gegnum lið Riddaranna og sendi á Friðrik Mar sem skaut á markið en markmaður þeirra varði ágætlega og þurfti að senda boltann framhjá markinu. Þá fengu Völsungar þrjár hornspyrnur í röð og voru Völsungssóknirnar þungar og leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi þeirra hvítu sem voru þó rauðklæddir. Á 86 mínútu fékk Elvar Árni frían skalla eftir fína aukaspyrnu frá Jóni Hafsteini við hliðarlínuna. Hvíti Riddarinn bætti svo við marki á ´87 mínútu eftir sendingu í gegnum Völsungsvörnina og afar fljótur framherji Riddaranna komst fram hjá Sveinbirni Inga sem var kominn nokkuð út úr markinu.

 

   Mikil spenna einkenndi leikinn á síðustu mínútum og áttu Völsungar ágætar sóknir þar sem markmaður Riddaranna varðist vel til síðustu mínútu. Leikurinn var svo flautaður af við mikinn fögnuð allra Völsunga, leikmanna og stuðningsmanna. Elvar Árni var kjörinn maður leiksins og hlaut súkkulaðiskóinn að launum og er vel að þeim titli kominn. Leikurinn var í senn spennandi og skemmtilegur og sýndu Völsungar kraft og baráttuvilja sem skilaði þeim verðskulduðum sigri.

 

 

Bjarki Baldvinsson fékk færi á að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki.

Hermann Aðalgeirsson skoraði mark beint úr aukaspyrnu.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ