17. nóv
Smári sigrađi 15 mín. mót GođansÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 139 - Athugasemdir ( )
Á 15
mínútna skákmóti Goðans sem fram fór í sal stéttarfélaganna sl. laugardag bar Smári Sigurðsson sigur úr býtum.
Keppnin um efsta sætið var jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaumferðinni
Þetta er annað árið í röð sem Smári vinnur 15 mínútna mót Goðans. Smári fékk 5,5 vinninga af sjö mögulegum. Það gerðu líka þeir Rúnar Ísleifsson og Jakob Sævar Sigurðsson. Smári stóð síðan uppi sem sigurvegari eftir stigaútreikninga, Rúnar í öðru sæti og Jakob Sævar í því þriðja.
Snorri Hallgrímsson sigraði í yngra flokki en úrslit mótsins er hægt að skoða í heild sinni á heimasíðu Goðans
Meðfylgjandi myndir eru af heimasíðu Goðans.
Athugasemdir