Slóvenskur framherji til Völsungs

Völsungur hefur fengiđ liđsstyrk fyrir ađra deildina í sumar en slóvenski framherjinn Tirne Zornik mun leika međ liđinu í sumar.

Slóvenskur framherji til Völsungs
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 466 - Athugasemdir ()

Völsungur hefur fengið liðsstyrk fyrir aðra deildina í sumar en slóvenski framherjinn Tirne Zornik mun leika með liðinu í sumar.

Zornik er 21 árs gamall en hann leikur þessa dagana í slóvensku úrvalsdeildinni með ND Triglav Kranj. Zornik hefur leikið tíu leiki í slóvensku deildinni í vetur en hann er væntanlegur til Íslands í byrjun apríl. 

,,Ég er mjög ánægur með að fá þennan framherja til okkar," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Völsungs við Fótbolta.net. 

Zornik á að fylla skarð Elfars Árna Aðalsteinssonar sem gekk til liðs við Breiðablik í vetur eftir að hafa skorað grimmt fyrir Völsung undanfarin ár. 

Völsungur hefur einnig samið við markvörðinn Dejan Pesic fyrir sumarið sem og varnarmanninn Marko Blagojevic. (fotbolti.net)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ