10. okt
Skin og skúrir í skákinniÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 478 - Athugasemdir ( )
Tvær umferðir voru tefldar í gær á Íslandsmóti
skákfélaga. A-sveit Goðans vann sigur á KR-b í annarri umferð 4-2. Ásgeir, Einar, Björn og Tómas unnu, en Sigurður og Sindri
töpuðu. A-sveitin gerði svo 3-3 jafntefli við A-sveit Víkingaklúbbsins í 3. umferð. Frábær úrslit gegn sterkri sveit.
Ásgeir Ásbjörnsson vann afar glæsilegan sigur á Davíð Kjartanssyni á fyrsta borði. Einar, Björn, Tómas og Jón Þorvaldsson gerðu jafntefli en Sindri tapaði.
Sjá nánari fréttir af gærdeginum hér
Athugasemdir