06. sep
Sjötti sigur strákanna í röđÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 401 - Athugasemdir ( )
Andri Valur Ívarsson fagnaði þrítugsafmælinu sínu á laugardaginn með því að skora mark strax á þriðju mínútu í leik Völsungs og Reynis í Sandgerði. Heimamenn jöfnuðu leikinn undir lok fyrri hálfleiks en fyrirliði Völsunga, Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmark þeirra grænu skömmu fyrir leikslok. Þar með unnu Völsungar sinn sjötta sigur í röð en ljóst er að þeir komast ekki upp um deild í haust. Þeir sitja í þriðja sæti þegar tvær umferðir eru eftir en lið Víkings í Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík eru búin að tryggja sér sæti í 1. deild að ári.
Hér má lesa umfjöllun Völsungssíðu Ingvars Björns og Rafnars Orra um leikinn í Sandgerði.
Athugasemdir