Sigurganga Völsunga heldur áframÍţróttir - - Lestrar 302 - Athugasemdir ( )
Í kvöld mættust á aðalvelli Húsavíkur Völsungur og Draupnir frá Akureyri í 3.deild karla D-riðli. Fyrir þennan leik höfðu Völsungar unnið báða sína deildarleiki og Draupnir tapað sínum eina leik.
Veðrið í kvöld var alveg kjörið til knattspyrnuiðkunar. Smá gola og væta en veðurguðirnir hafa leikið við Húsvíkinga undanfarið.
Heimamenn byrjuðu grimmir og Hrannar Björn átti tvö skot að marki strax í byrjun áður en
að hann skoraði á 7.mínútu. Þá kom fyrirgjöf frá Friðriki Mar þvert yfir sem að Hrannar stoppaði vel áður en hann
lék á varnarmanninn og skaut í fjærhornið. 1-0.
Við héldum uppi stöðugri sókn og Elfar lyfti boltanum yfir vörnina á 13.mínútu og þá var Kristján Gunnar sloppinn í
gegn og kláraði af mikilli yfirvegun. 2-0
Við héldum áfram að sækja og á 18.mínútu átti Elfar skalla sem var skallaður frá af línu og Alli Jói fylgdi eftir og
skaut boltanum í þaknetið. 3-0 og grimmd okkar manna að skila sér.
Eftir þetta fórum við að hægja dálítið á okkur og spila boltanum enn betur á milli okkar. Davíð og Friðrik sóttu
sífellt upp kantana og áttu margar stórhættulegar fyrirgjafir, þá sérstaklega Friðrik, sem bara vantaði að reka endahnútinn
í. Á 43.mínútu eða markamínútunni svokallaðri bættum við því fjórða við. Friðrik
átti þá lága fyrirgjöf frá hægri sem stoppaði hjá Davíð Þórólfssyni sem átti gott skot í
fjærstöngina og inn. 4-0 og Davíð eflaust búinn með markakvótann sinn í sumarJ
Menn ákváðu greinilega að slaka ekkert á í síðari hálfleik og Hrannar fékk boltann frá Boban á 49.mínútu
úti við vítateigsenda vinstra megin, lagði hann á hægri og setti hann fallega í fjærhornið. Glæsilegt mark og staðan orðin 5-0.
Á 54.mínútu átti Alli Jói sendingu á Friðrik sem var á markteigshorninu hægra megin og skoraði úr þröngu færi
á nærstöngina. 6-0
Strax eftir markið kom skipting en Rafnar Orri og Bergur komu þá inn á fyrir Davíð Þórólfs og Kristján Gunnar. Við það
fór Rafnar upp á topp og Elfar niður á miðjuna. Fljótlega uppúr því fékk Hrannar Björn boltann á miðsvæðinu og
sendi inn fyrir hægra megin á Rafnar Orra sem lagði boltann fallega fyrir á Alla Jóa sem skoraði auðveldlega. Óeigingjarnt af Rafnari og staðan
orðin 7-0. Einar Már og Kristján Elínór komu svo inná á 63.mínútu fyrir Boban Jovic og Friðrik Mar. Kristján fór
þá á vinstri kantinn og Hrannar inn á miðjuna.
Uppúr þessu fórum við að spila boltanum mikið aftast og reyna mörg skot utan teigs en það virtist sem að menn væru orðnir
dálítið ákafir í að sjá sín nöfn meðal markaskorara. Hrannar Björn átti hornspyrnu á 78.mínútu sem að
Gunni Siggi skallaði inn og staðan því 8-0 en þetta var okkar síðasta mark.
Flottur leikur að baki og skemmtilegt að vera með markatöluna 20-2 eftir þrjá leiki og 9 stig, efstir í riðlinum. Draupnismenn voru arfaslakir í
kvöld og eru tæplega í formi fyrir 90.mínútna leik. Þeirra langbesti maður var ungur, rauðhærður markmaður sem varði oft á
tíðum stórglæsilega og bjargaði sínum mönnum í hvívetna. Við spiluðum boltanum mun betur okkar á milli heldur en í
síðustu leikjum og menn voru meira að bjóða sig en áður. Það hentar okkur vel að spila á neðri vellinum og það var gaman að
sjá hversu vel við teygðum á vængjunum í fyrri hálfleik þá sérstaklega. Það er vonandi að við höldum áfram
að bæta okkar leik og vonandi verða menn komnir á jörðina í næsta leik en sá leikur er úti gegn Dalvík/Reyni á Dalvík
næsta föstudag. Við höfum þegar tapað einu sinni fyrir þeim í sumar og það er eins gott að menn bæti úr því og
mæti dýrvitlausir til leiks!
Í kvöld þótti mér Friðrik Mar og Hrannar Björn standa upp úr. Friðrik hljóp allan fyrri hálfleikinn upp og niður kantinn og
átti fjölmargar hættulegar fyrirgjafir sem að sköpuðu stórhættu og vantaði bara að reka tánna í. Hrannar var sívinnandi og
skoraði tvö flott mörk ásamt því að leggja upp mark fyrir Gunna Sigga. Tvö skot Hrannars voru líka aðeins hársbreidd frá
því að lenda innan við stöngina en ekki utan hennar. Varnarlínan þótti mér flott þó ég hefði viljað sjá
strákana taka boltann oftar áður en hann lenti í jörðinni enþeir náðu honum þó alltaf og skiluðu frá sér.
Kristján Gunnar var mikið betri en hingað til í sumar og Gunni Siggi vann marga bolta á miðjunni.
Boban var góður en klikkaði dálítið á stuttu sendingunum í fyrri hálfleik. Alli Jói átti fínan leik og það var
grátlegt að Elfar Árni skyldi ekki skora í fyrri hálfleik en boltinn bara vildi ekki inn frá honum. Rafnar Orri var grimmur eftir að hann kom inná og
Bergur, Einar og K.Elínór stóðu sig vel. K.Elínór klúðraði þó færi sumarsins er hann fékk boltann nánast
á marklínu og skóflaði framhjá! Bjarki Baldvins hefur verið tæpur og því var hann hvíldur í þessum örugga sigri.
Stefán Björn er meiddur og svo verður Ármann Örn ekkert með í sumar að ég best veit. Annars er hópurinn þokkalega vel á sig
kominn um þessar mundir þó einhver
Ég hefði þó viljað sjá betri nýtingu á færunum og vinna stærra en kannski er ég bara svona gráðugur. Að endingu!
Flottur sigur!!
Hrannar Björn býr sig undir að leika á gamla varnarjaxlinn Hlyn Birgisson sem hann og gerði. Hrannar lék vel í kvöld, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Davíð Þórólfsson lætur vaða og skömmu síðar lá boltinn í markinu.
Meðfylgjandi myndir tók Hafþór Hreiðarsson.
Athugasemdir