Sigur og tap boltanum um helgina

Tveir knattspyrnuleikir fru fram Hsavkurvelli sl. laugardag og riu strkarnir vai. eir fengu li Hamars r Hverageri heimskn og hfu

Sigur og tap boltanum um helgina
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 298 - Athugasemdir ()

Elfar rni var valinn maur leiksins.
Elfar rni var valinn maur leiksins.

Tveir knattspyrnuleikir fóru fram á Húsavíkurvelli sl. laugardag og riðu strákarnir á vaðið. Þeir fengu lið Hamars úr Hveragerði í heimsókn og hófu leikinn af krafti og voru komnir í 3-0 eftir um 20 mín. leik. Lokatölur urðu þó 4-3 en lesa má allt um leikinn hér

Síðar um daginn lék kvennalið Völsungs gegn HK/Víkingi og tapaðist sá leikur 1-3 og skoraði Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir mark Völsunga. Berglind Jóna Þorláksdóttir var valin maður leiksins og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is

Fyrr í vikunni léku stelpurnar gegn liði Tindastóls/Neista á Sauðárkróki og fóru Skagfirðngarnir með sigur af hólmi 2-1. Mark Völsunga skoraði Ásrún Ósk Einarsdóttir.

Meðfylgjadi myndir tók Hjálmar Bogi Hafliðason.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr