Sigrún Lilja tryggđi öll stigin á króknumÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 495 - Athugasemdir ( )
Sjötta umferð 1.deildar kvenna fór fram í gær en Völsungsstúlkur heimsóttu Tindastól á Sauðárkróksvöll.
Þær áttu ekki í neinum vandræðum með sauðkræklinga og sigruðu leikinn sannfærandi, 0-2, en bæði mörk Völsungs
skoraði Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir í sitthvorum hálfleiknum.
Byrjunarlið Völsungs: Anna Jónína Valgeirsdóttir, Jana Björg Róbertsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir '70), Jóney
Ósk Sigurjónsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir (Elma Rún Þráinsdóttir
'89), Helga Björk Heiðarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Þórunn Birna
Jónsdóttir (Guðný Björg Barkardóttir '46), Helga Guðrún Guðmundsdóttir.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að okkar stúlkur ætluðu sér öll stigin úr þessum leik en þær
stjórnuðu leiknum með miklum yfirburðum frá upphafi og eftir aðeins tuttugu mínútur kom fyrsta markið. Völsungar vinna þá boltann
á miðjunni, Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði sendir boltann á Ruth Ragnarsdóttir sem lætur vaða á markið og skot hennar varið en
markanefið á sumum búið að þefa upp slóðina því Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir var mætt til að hirða upp
frákastið og setti knöttinn í netið. Stelpurnar með forystuna, 0-1, og leikurinn þeirra.
Okkar konur héldu áfram að skapa sér fín færi og að öllu eðlilegu hefðu þær átt að leiða inn í leikhlé
með stærri forystu. Ruth Ragnarsdóttir var nálægt því að bæta öðru markinu við er skot hennar endaði í
þverslá og einnig fengu stelpurnar góð tækifæri til þess að bæta við mörkum en það vantaði að binda endahnútinn
á sóknirnar. Ekki urðu þó mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan, 0-1, er gengið var til búningsherbergja.
Það var sama sagan er út í síðari hálfleik var komið. Það var bara eitt lið á vellinum og það var Völsungur.
Stelpurnar sköpuðu sér dauðafærin á færibandi og misnotuðu þrjú slík á fimm mínútna kafla þegar um
klukkutími var liðinn af leiknum. Annað markið sveif yfir Sauðárkróksvelli og það var bara spurning um hvenær það myndi detta.
Það kom svo loks er tvær mínútur voru eftir. Gamla góða uppskriftin, Ruth Ragnarsdóttir með skot sem markvörður Tindastóls ver en
sem fyrr var markamaskínan Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir mætt og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Stuttu síðar flautaði Jóhann
Óskar Þórólfsson, dómari leiksins, til leiksloka og sannfærandi sigur í höfn. Heimastúlkur gátu loks andað því
þetta hefði getað litið mjög ílla út á pappírum ef Völsungar hefðu klárað öll sín færi. Þær
gjörsamlega áttu leikinn og silgdu þessum stigum yfirvegað heim á leið. Lokatölur, 0-2, fyrir grænum.
Mikilvægur sigur hjá stelpunum og kærkominn en eftir leikinn sitja þær í 4.sæti B-riðils með sjö stig, einu stigi á eftir
Keflavík sem er í því þriðja. Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn er þær fá BÍ/Bolungarvík í
heimsókn.
Athugasemdir