Serbneskur markmaur til Vlsungsrttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 777 - Athugasemdir ( )
Völsungar fengu mikinn liðsstyrk í dag er Serbneskur markvörður samdi við félagið. Sá heitir Dejan Pesic og er 35 ára markvörður.
Dejan er fæddur 16.desember árið 1976 í Vlasotince í suðaustur-Serbíu og hefur komið víða við á ferli sínum. Feril sinn
hóf hann hjá Serbneska liðinu FK Radnicki og spilaði þar 100 leiki á árunum 1992-1997. Þaðan fór hann til Red Star Belgrade og spilaði
110 leiki frá 1997-2002. Eftir tveggja ára stopp hjá FK Radnicki spilaði hann í þrjú ár í Rúmeníu áður en hann
hélt til Íran þar sem hann spilaði í efstu deild.
Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, er sáttur við nýjasta liðsmann sinn en hann þekkir til Pesic og vildi ólmur fá hann. Pesic er
nú á mála hjá Serbnesku liði og kemur til Völsunga í apríl þegar sá samningur rennur út. Unnið er nú hörðum
höndum að því að klára alla formlega pappírsvinnu sem fylgir slíkum skiptum.
Pesic er ætlað að koma að markmannsþjálfun hjá félaginu og hefur úr góðum reynslubanka að taka þegar að því
kemur. Okkar upplýsingar sýna fram á að hann á að baki yfir 300 skráða kappleiki í atvinnumennsku og það er vonandi að hann muni
reynast liðinu góður fengur.
Við bjóðum Dejan Pesic kærlega velkominn til Völsungs.
Athugasemdir