Srt jafntefli Vlsungsstelpna 8. lia rslitumrttir - Hjlmar Bogi Hafliason - Lestrar 196 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpur skipuðu 4. sæti 1. deildar B-riðils þegar Íslandsmótinu lauk og við tekur 8. liða úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild að ári. Stelpurnar fengu HK/Víking í heimsókn síðastliðinn laugardag og endaði leikurinn í 1 – 1 jafntefli. HK/Víkingur skipaði efsta sæti A-riðils 1. deildar og ljóst að B-riðillinn var erfiðari en liðin voru nokkuð jöfn að velli. Fjölmennt var í brekkunni enda blíðaskaparveður og ánægjulegt að stitja í brekkunni og styðja sitt lið.
Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi á köflum en HK/Víkingur byrjaði betur og voru grimmari. Völsungsstelpur voru stressaðar og sýndu þess vegna ekki sýnar bestu hliðar og of mikið var um kýlingar fram og aftur. Vörnin var þétt og átti HK/Víkingur afar fá færi og flest skot þeirra nokkuð utan við teig. Á ´15 mínútu átti Eva góða sendingu á Berglindi Ósk sem átti gott hlaup upp völlinn og skot á markið en það vantaði ákveðni. Sendingar voru gjarnan ómarkvissar hjá báðum liðum og leikurinn fór mikið fram á miðju vallarins. Eftir einar 20 mínútur fóru Völsungsstelpur að komast betur inn í leikinn. Gígja Valgerður átti frábært hlaup á ´20 mínútu og sendi á Hafrúnu sem fékk afar þröngt færi sem ekki tókst að skora úr. Fyrsta horn leiksins kom á ´31 mínútu sem HK/Víkingur átti. Á ´33 mínútu fengu HK/Víkingur afar óréttláta aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Völsunga en spyrnan var léleg og ekki varð mark úr því. Það var lítið að gera hjá Önnu Guðrúnu í markinu en Völsungar fengu fleiri færi í leiknum. Hálfleikstölur 0 – 0 í jöfnum leik.
Bergling Jóna kom inn á í hálfleik en Harpa yfirgaf völlinn eftir meiðsli um miðjan fyrri hálfleik. Völsungsstelpur byrjuðu betur enda má gera ráð fyrir að Jóhann hafi lesið nokkuð yfir stelpunum. Á ´52 mínútu fékk HK/Víkingur gott færi sem Anna Guðrún varði örugglega. Meiri spenna færðist í leikinn enda mikið í húfi. Boltinn var nokkuð á miðjunni og gekk fram og aftur en engin færi sköpuðust. Völsungsvörnin var áfram þétt. Á ´65 mínútu átti Berglind Ósk mjög gott hlaup en var felld og aukaspyrna dæmd og átti klárlega að skella gulu spjaldi á það en Sverrir nokkur var ekki á þeim buxunum. Elva Marý átti hörkuspyrnu inn í teig en boltinn vildi ekki í netið.
Mikið var um pot og leikurinn færðist meira frá miðjunni og inn í teiga beggja liða. Á ´72 komst HK/Víkingur í gegnum vörnina og boltinn framhjá en mark lá í loftinu og aðeins spurning hvoru meginn það myndi falla. Völsungsstelpur fengu nokkur góð færi og sköpuðu hættu við teig HK/Víkings en illa gekk að koma boltanum í netið. Á ´77 mínútu átti Berglind Ósk hörkusendingu á Gígju Valgerði sem gerði sig líklega til að skora úr þröngu færi en það gekk ekki eftir. Á ´83 mínútu hlupu HK/Víkingur í sókn og endaði með því einn leikmaður þeirra féll innan teigs og brekkan tók mikinn kipp og töldu menn víst að Sverrir væri dæma víti þegar hann blés í flautuna en svo var ekki heldur lyfti hann gula spjaldinu fyrir leikaraskap. Ljóst að örvænting HK/Víkings var mikil. Leikurinn var afar spennandi í lokin og Jóhann orðinn æstur á hliðarlínunni. Á ´86 dróg til tíðinda þegar Völsungsstelpur fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Hafrún gerði sig klára til að taka spyrnuna og átti glæsilega spyrnu og boltinn fór beint í netið og staðan orðin eitt mark Völsunga gegn engu og spennan magnaðist. Eftir röð mistaka hjá Völsungsstelpum skorðu HK/Víkingur glæsilegt mark uppi í hægra hornið á ´89 mínútu. Anna Guðrún réð ekki við skotið og fáliðað var í vörninni.
Leiktíminn var úti og staðan 1 – 1 og HK/Víkingur í vænlegri stöðu með mark á útivelli. Völsungsstelpur etja kappi við HK/Víking fyrir sunnan í dag þriðjudag í seinni leik liðanna og ástæða til að óska þeim góðs gengis og hvetja þær til að einbeita sér og vilja meira en andstæðingarnir. Elva Marý var kjörinn maður leiksins og er vel að þeim titli komin.
Það er gaman að segja frá því að nokkuð var um meiðsl í brekkunni vegna spennunnar.
Lið Völsungs stillti sér upp til myndatöku fyrir leik. Á myndina vantar Unni
Erlings.
Liðin gengu til leiks í fylgd yngstu knattspyrnukvenna Völsungs.
Hafrún Olgeirsdóttir skoraði mark Völsunga beint úr aukaspyrnu.
Athugasemdir