Sárt jafntefli hjá Völsungsstrákum

Meistaraflokkur karla mćttu liđi Seyđfirđinga, Huginn á Húsavíkurvelli í dag og endađi leikurinn međ jafntefli 3 – 3. Ţađ var blíđskaparveđur sem

Sárt jafntefli hjá Völsungsstrákum
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 333 - Athugasemdir ()

Fyrirliđinn fagnar marki sínu.
Fyrirliđinn fagnar marki sínu.

Meistaraflokkur karla mættu liði Seyðfirðinga, Huginn á Húsavíkurvelli í dag og endaði leikurinn með jafntefli 3 – 3. Það var blíðskaparveður sem lék við leikmenn og gesti. Völsungur er á toppi 3. deildar, D – riðils. Það vantaði 3 leikmenn í leikmannahóp Völsunga í dag.

 

Fyrsta markið skoraði Stefán Björn á ´16 mínútu eftir flotta sókn Völsunga, stöngin inn. Seyðfirðingar voru fljótir að svara fyrir sig og skoruðu mark á ´18 mínútu þegar sóknarmaður þeirra hljóp í gegnum vörnina.

 

Það gekk lítið upp hjá Völsungum en þeir fengu ágætis færi í leiknum en það vantaði alla grimmd og spil í leikinn. Rafnar Orri setti svo annað mark Völsunga örugglega einn á móti markmanni. Á ´41 mínútu fengu Völsungar á sig annað markið eftir hornspyrnu Seyðfirðinga og má segja að þeir hafi verið heppnir að koma honum í markið úr þvögunni í vítateignum.

 

Seyðfirðingar voru fyrri til að skora eftir leikhlé og settu þriðja markið á ´49 mínútu eftir að Völsungsvörnin var leikin grátt. Leikur Völsunga var síður en svo sannfærandi og leikurinn var heldur tíðindalítill. Það vantaði alla gleði og kraft í leik Völsunga og kæruleysi einkenndi leikinn á köflum. Völsungar fengu svo víti á ´77 og skoraði Gunnar Sigurður örugglega úr því. Seyðfirðingar virtust ákaflega sáttir við jafntefli gegn toppliði Völsunga en sárt jafntefli var staðreynd.

Stefán Björn lætur hér skot ríða af og stöngin inn, fyrsta mark leiksins.

Rafnar Orri horfir hér á eftir boltanum í mark Hugins.

Kristján Gunnar var valinn maður leiksins og fékk súkkulaðiskó Heimabakrís að launum. Ragnar Þór Jónsson afhenti honum verðlaunin en Raggi  er einn þriggja manna í nefndinni sem velur mann leiksins.

Meðfylgjandi myndir tók Hafþór Hreiðarsson.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ