Sárt en sanngjarnt jafntefli í fyrsta heimaleik

Strákarnir okkar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í sínum fyrsta heimaleik á Húsavíkurvelli í dag. Víkingar eru efstir í 2. deildinni og höfđu unniđ

Sárt en sanngjarnt jafntefli í fyrsta heimaleik
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 385 - Athugasemdir ()

Jón Hafsteinn fagnar hér marki sínu.
Jón Hafsteinn fagnar hér marki sínu.

Strákarnir okkar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í sínum fyrsta heimaleik á Húsavíkurvelli í dag. Víkingar eru efstir í 2. deildinni og höfðu unnið alla sína leiki fram til þessa. Veður var ágætt, milt og lágskýjað. Norðangolan er alltaf svöl á Húsavíkurvelli. Um 120-130 manns sátu í brekkunni en það fjölgaði mikið þegar leið á leikinn.

 

  Það virtist stefna í skemmtilegan leik. Bæði liðin ætluðu sér sigur en Völsungar virtust grimmari og strax á ´6 mínútu kom fyrsta markið. Jón Hafsteinn setti boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hrannari Birni. Staðan orðin eitt mark Völsunga gegn engu. Völsungar efldust við þetta og vildu meira. Víkingar sóttu engu að síður grimmt að marki Völsunga sem vörðust vel innan teigs. Á ´16 mínútu  áttu Völsungar flotta sókn sem andaði með góðu skoti Bjarka rétt yfir eftir að Elfar hafði unnið boltann. Á ´21 mínútu áttu Völsungar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Hrannar Björn tók. Hann sendi á Kristján Gunnar sem átti frábært skot í átt að merki Víkinga sem markamaðurinn rétt náði að verja. Á ´23 mínútu áttu Völsungar skilið mark eftir flotta sókn þegar Elfar Árni fór upp völlinn og sendi glæsilega á Hafþór Mar sem kastaði sér inn í teig og skallaði boltann örugglega í átt að markinu. Markmaðurinn náði með naumindum að verjast þessu og staðan óbreytt. Um þetta leyti spiluðu Völsungar fínan bolta.

 

   Leikurinn var skemmtilegur og þegar leið á fyrri hálfleik fóru Víkingar að vakna. Boltinn var meira á vallarhelmingi Völsunga og lág mark gestanna í loftinu. Þjálfari Víkinga lék þó aðalhlutverkið þó utan vallar og kallaði stöðugt á sína menn, kvartaði yfir dómgæslu og furðaði sig almennt á því hvað væri eiginlega í gangi. Hann fékk aðvörun vegna þessa og gula spjaldið sem fór þó aldrei á loft. Víkingar sóttu hart að marki Völsunga og fengu nokkrar hornspyrnur og settu nokkur skot á markið en inn vildi boltinn ekki. Á ´38 mínútu fékk Kristján Gunnar að líta gula spjaldið. Víkingar áttu nú spilið á miðjunni og mikil barátta færðist í leikinn fyrir leikhlé. Á ´43 mínútu var mikil barátta á miðjunni sem endaði með því að dæmt var á Völsunga en baráttan hélt áfram og leyfði Víkingurinn sér að sparka í Bjarka vísvitandi. Sá fékk aðeins að líta gula spjaldið. Víkingar sóttu hart að markinu og átti gott skot fram hjá marki Völsunga. Leikhlé. Í leikhlé virðist sem svo að þjálfari Víkinga hafi fengið sitt seinna gula spjald og þar með rautt enda stóð hann utan vallarsvæðisins í seinni hálfleik.

  Engar breytingar voru á leikmönnum í hlé. Víkingar mættu ákveðnari til seinni hálfleiks. Dómarinn var þó ekki vel undirbúinn og þurfti að reima skóna eftir að leikar hófust. Strax á ´49 mínútu voru Völsungar í nauðvörn og einhvern vegin komst boltinn upp að marki Völsunga og fór boltinn rétt framhjá. Víkingar spiluðu betur og áttu miðjuna um tíma. Á ´52 mínútu fengu þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en arfalélegt skot skilaði þeim engu. Það var mikil pressa á Völsunga og enn meiri harka færðist í Víkinga. Mark Víkinga lág einhvern veginn í loftinu. Á ´58 mínútu kom loksins markið og staðan orðin 1 – 1. Víkingar áttu horn sem Steinþór markmaður Völsungar greip en missti boltann og það nýttu Víkingar sér og boltinn í netið.

   Völsungar virtust hættir og Víkingar voru mun betri um tíma. Á ´61 gerðu Völsungar skiptingu, inn á kom Stefán Jón og út af kom Jónas Halldór. Á ´62 mínútu kom svo mark Víkinga úr engu og þeir komnir yfir, staðan eitt mark heimamanna gegn tveimur. Á ´63 gerðu Völsungar aðra skiptingu þegar inn á kom Andri Valur og út af fór Hafþór Mar. Það vantaði kraftinn í Völsunga og þeir virtust ekki spila eins og þeir væru marki undir.

 

   Á ´65 mínútu átti Andri Valur góða sendingu á Hrannar Björn sem átti skot framhjá. Völsungar voru að komast í gang á ný. Völsungar fengu hornspyrnu sem Hrannar tók sem fyrr. Aron Bjarki kom og sveif hátt yfir og skallaði að markinu en markmaður Víkinga rétt náði að verja.

 

   Bæði liðin sóttu en sendingar voru ómarkvissar. Víkingar komust illa í gegnum Völsungsvörnina. Víkingar voru fljótir til baka og vörðust ágætlega. Á ´70 mínútu kom verðskuldan Völsungsmark, staðan orðin 2 – 2. Stefán Jón vann boltann á miðjunni og hljóp upp og sendi örugga sendinu á Hrannar Björn sem framlengdi á Bjarka sem snéri sér á punktinu og sendi boltann fallega niðri hægra megin inn í markið.

 

    Völsungar sóttu meira og meiri barátta færðist yfir. Á ´86 mínútu kom Sigvaldi Þór inn á og Bergur fór út af meiddur eftir samstuð inn teigs Völsunga. Á ´88 mínútu bjargaði Steinþór í horn eftir góða sókn Víkinga og lét boltann fara aftur fyrir mark. Víkingar fengu því horn en þeir fengu býsna mörg horn í leiknum en nýttu þau illa. Aron Bjarki lék skólaus um tíma svo mikil var baráttan. Leiktíminn úti og staðan tvö mörk Völsunga gegn tveimur mörkum Víkinga. Hrannar Björn var valinn súkkulaðidrengur og maður leiksins og hlaut súkkulaðiskóinn frá Heimabakaríi að launum.

 

   Það hallaði á hvorugan hvað varðar dómgæslu og ekki hægt að kvarta yfir henni. Dóra Ármanns fær hrós fyrir fagnaðarlæti en lítið heyrðist í brekkunni allan leikinn. Völsungar stóðu sig vel gegn efst liði deildarinnar. Það er ljóst að Völsungar geta gert mun betur en í dag með bættu spili og samvinnu á vellinum. Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í sumar og óhætt að vænta mikils af ungu liði Völsunga.

Hafþór Mar átti góðan skalla að marki Víkinga í fyrri hálfleik.

Bjarki jafnar hér leikinn 2-2.

Hrannar Björn var valinn maður leiksins og fékk súkkulaðiskóinn að launum.

Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ