Sameining Völsungssíđunnar & 640.is

Síđustu fimm ár höfum viđ vinirnir Rafnar Orri & Ingvar Björn haldiđ úti heimasíđu meistaraflokks karla, 123.is/volsungur, en ţar höfum viđ birt fréttir,

Sameining Völsungssíđunnar & 640.is
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 624 - Athugasemdir ()

Rafnar Orri & Ingvar Björn
Rafnar Orri & Ingvar Björn

Síðustu fimm ár höfum við vinirnir Rafnar Orri & Ingvar Björn haldið úti heimasíðu meistaraflokks karla, 123.is/volsungur, en þar höfum við birt fréttir, viðtöl, umfjallanir, myndir og fleira með því hugarfari að reyna gefa innsýn inn í starf knattspyrnunnar hjá Völsungi. Heimasíðan hefur verið misvirk í gegnum árin en nú höfum við ákveðið að taka næsta skref og fara með þessa litlu hugmynd enn lengra.

Völsungssíðan og 640.is hafa náð samkomulagi um það að sameinast og hér eftir verður Völsungssíðan hluti af 640.is. Með nýjum áherslum og enn meiri metnaði höfum við ákveðið að beina augum almennings að bæði meistaraflokki karla og kvenna. Við ætlum okkur að fjalla um báða flokka í sumar en hér á síðunni munu birtast umfjallanir, myndir og myndbandsviðtöl eftir leiki sem og fréttir, pistlar og skemmtilegar greinar fljúga um síðuna í allt sumar auk þess sem beinar lýsingar verða frá öllum leikjum á facebook-síðunni okkar en hægt er að finna okkur undir nafninu: Græni herinn

Hér með er Völsungssíðan orðin partur af heimahögum Hafþórs og Völsungsfréttabatteríið fengið nafnið Græni herinn.

Á föstudaginn n.k. verður blásið til fagnaðar og langar okkur að bjóða þér á upphitunarkvöld fyrir sumarið eða einhverskonar myndbandsveislu þar sem við munum kynna starfsemi sumarsins. Spila fyrir ykkur myndbrot þar sem gefin er góð innsýn inn í starfsemi meistaraflokkana, Leikmannakynning mfl kk og kvk, rætt við leikmenn og þjálfara, fyrrum leikmenn Völsungs svara spurningum og nýjir leikmenn liðanna í nærmynd þar sem þeir eru kynntir til leiks. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot af því sem koma skal en okkur þætti gaman ef þú skildir heiðra okkur með nærveru þinni þessa kvöldstund. Ert þú Völsungur ?



Tengdar greinar:

Myndband: Minnum á Upphitunarkvöld Græna hersins


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ