Sćtur sigur Völsunga

Meistaraflokkur karla tók á móti Reyni í Sandgerđi á Húsavíkurvelli á laugardaginn. Reynismenn byrjuđu betur og spiluđu ágćtlega saman en Völsungar voru

Sćtur sigur Völsunga
Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 353 - Athugasemdir ()

Kristján Gunnar fékk súkkulađiskóinn.
Kristján Gunnar fékk súkkulađiskóinn.

Meistaraflokkur karla tók á móti Reyni í Sandgerði á Húsavíkurvelli á laugardaginn. Reynismenn byrjuðu betur og spiluðu ágætlega saman en Völsungar voru fljótir að spila sig inn í leikinn. Leikurinn var nokkuð hraður til að byrja með og mark lág lengi í loftinu. Reynismenn voru nokkuð grófir og vælugjarnir. Leikurinn var lengi í járnum en sóknir Reynismanna voru líklegri til að skila marki en sú varð ekki raunin. Það heyrðist lítið í brekkunni að venju. Þó bar við að Reynismenn fengu góðan stuðning úr brekkunni frá ungum Reynismönnum frá N1-mótinu á Akureyri.

 

Á ´23 mínútu fékk Bjarki að líta gula spjaldið á miðju vallarins. Líklega var dómarinn búinn að safna upp nokkrum brotum í spjaldið. Eftir þetta léku Reynismenn sér að því leggjast niður og kvarta en risu jafnharðan upp aftur. Það var mikill pirringur á vellinum og tíðindalítill leikurinn hélt áfram. Á ´34 mínútu fékk Sveinbjörn Már að líta gula spjaldið fyrir brúk og var fljótlega skipt út af fyrir Berg Jónmunds. Á ´39 mínútu áttu Völsunga fína sókn að marki Reynismanna, Bjarki hljóp upp með boltann og sendi á Elvar sem framlengdi sendinguna á Friðrik Mar á kantinum sem skaup rétt framhjá markinu. Sóknir á bæði mörkin en það vantaði alltaf eina sendingu og skot á markið. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tók Hrannar boltann á hliðarlínunni og sendi inn í teig þar sem Elvar framlengdi með skalla yfir á Jón Hafstein sem skallaði boltann í net Reynismanna og staðan orðin eitt mark Völsunga gegn engu. Glæsileg sókn Völsunga sem skilaði fallegu marki. Leikhlé.

 

   Seinni hálfleikur byrjaði með nokkru fjöri og áttu Völsungar ágætar sóknir að marki Reynismanna. Völsungar höfðu nú vindinn í bakið eftir baráttu á móti allan fyrri hálfleikinn. Á ´55 mínútu fengu Völsungar aukaspyrnu nokkru fyrir utan teig og Reynismenn að líta gult fyrir brot. Hranna Björn tók spyrnu að markinu en boltinn nokkuð yfir.

 

   Völsungar voru heppnir að fá ekki á sig mark eftir nokkrar sóknir Reynismanna. Á ´58 mínútu var Elvar Árni sleginn niður á miðjum vallarhelmingi Reynismanna eftir gott hlaup og var hann rétt að sleppa í gegn. Reynismaðurinn fékk að líta gula spjaldið. Á ´68 mínútu kom tvöföld skipting hjá Reynismönnum. Meiri spenna færðist í leikinn. Á ´77 mínútu fékk Stefán Jón að líta gula spjaldið að sýndist af óskiljanlegum ástæðum eftir brot á Reynismanni. Á ´78 mínútu gerðu Reynismenn skiptingu. Á ´80 mínútu átti Stefán Jón langa sendingu á Elvar Árna og var mikill vandræðagangur í vörn Reynismanna og endaði boltinn í hornspyrnu. Aron Bjarki skallaði boltann rétt framhjá.

 

   Nokkur hiti færðist í leikinn. Kristján Gunnar fékk að líta gula spjaldið á ´82 mínútu og var dómarinn síður en svo samkvæmur sjálfum sér. Fyrirliði Reynismanna fékk að líta gulaspjaldið við teig Völsunga en sá hafði tuðað allan leikinn. Leiknum lauk með einu marki Völsunga gegn engu Reynismarki og sigurinn afar sætur eftir þennan leik. Kristján Gunnar var valinn maður leiksins og hlaut súkkulaði skóinn frá Heimabakaríi eftir mikla baráttu á miðjunni.

Jón Hafsteinn horfir á eftir boltanum í netið.

Strákarnir fagna markinu.

Kristján Gunnar Óskarsson lætur vaða á markið.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ