Sćtur sigur á BÍ/BolungarvíkÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 669 - Athugasemdir ( )
Hann var sætur sigurinn hjá Völsungum í dag þegar strákarnir lögðu vestfirðinganna í BÍ/Bolungarvík með tveim mörkum gegn einu. Sigurmarkið kom á 94. mínútu leiksins og var fögnuður heimamanna gríðarlegur, jafnt upp í brekku sem og á vellinum.
Það var Andri Valur Ívarsson sem skoraði markið dýrmæta en með sigrinum komust Völsungar í þriðja sæti 2. deildar.
Umfjöllun Ingvars Björns og Rafnars Orra um leikinn má lesa hér en hér að neðan eru nokkrar myndir úr leiknum.
Hrannar Björn tekur hér víti en markvörður gestanna sá við honum.
Halldór Fannar sækir hér að marki gestanna í síðasta leik sínum í sumar.
Hallgrímur Mar jafnar hér leikinn úr vítaspyrnu, staðan1-1.
Það var oft hart barist í leiknum og hér er Jón Hafsteinn í baráttunni.
Andri Valur skallar hér boltann inn og sigurinn staðreynd.
Og strákarnir fagna vel enda á að fagna mörkum sem og sigrum.
Athugasemdir