Sá gamli grćni: Ásgeir Baldursson

Völsungsleikskráin kom út í gćr ađ venju fyrir heimaleiki Völsungs og hér má sjá viđtal viđ varnartrölliđ Ásgeir Baldurs en hann er Sá gamli grćni ţetta

Sá gamli grćni: Ásgeir Baldursson
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 974 - Athugasemdir ()

Ásgeir Baldurs
Ásgeir Baldurs

Völsungsleikskráin kom út í gær að venju en við gefum alltaf út leikskrá fyrir alla heimaleiki Völsungs og hér má sjá viðtal við varnartröllið Ásgeir Baldurs en hann er Sá gamli græni í þetta skiptið. Gjörið svo vel!

Hvaða ár spilaðir þú fyrir Völsung ?
Frá 1994 til 1998, fyrsti leikurinn var gegn Tindastóli á Sauðárkróki og endaði 1-1. Aðalsteinn Aðalsteinsson var þá þjálfari og Helgi í Grafarbakka benti honum á mig þegar ég var að koma heim úr námi frá Bandaríkjunum. Það var mjög þægilegt fyrir mig sem Blika að fara í grænu treyjuna og ég hef alltaf kunnað vel við mig í henni.

Eftirminnilegasti leikur fyrir félagið ?
Það stendur ekki einn sérstakur upp úr en þó voru leikirnir gegn Dalvík á þessum tíma oftast skrautlegir og man ég eftir því að við vorum að skíttapa leik á Dalvík árið 1994 og allt ómögulegt þegar Þröstur Sigurðsson frá Laugum skorar og fagnar eins og hann hafi orðið heimsmeistari. Við hinir vorum í engu skapi til að fagna með honum en ég spyr hann “Af hverju ertu að fagna svona, veistu ekki hvernig staðan er?... Jú svaraði Þröstur en þetta er fyrsta skallamarkið mitt á ferlinum!!”

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Allir samherjarnir voru góðir eins og Ási Arnars, Grani, Halli Har, Danni, Ingvar Dagbjarts, Aggi, Ási Gísla og Þröstur Sig. Þá voru náttúrulega forréttindi að spila með manni eins og Jónasi Hallgríms sem er eftirminnilegasti samherji allra tíma. Ég held þó að Balli Viðars sé besti hafsent sem ég hef spilað með og samstarf okkar Bjögga markmanns hefur alltaf verið einstaklega gott. Þá má líka nefna frábæra einstaklinga sem voru í kringum félagið á þessum tíma eins og Garðar Jónasar og Ingólf Freys en þeir unnu ótrúlega gott starf þá eins og þeir hafa gert allar götur síðan.

Skemmtileg saga frá þessum tíma ?
Það var einn af lokaleikjum ársins 1995 þegar við fórum upp um deild og mikil meiðsli og leikbönn voru hjá okkur, þannig að Siggi Lár sem var þjálfari okkar á þessum tíma kallaði á gamla brýnið Bigga Skúla, sem þá var búinn að leggja skónna á hilluna, til að standa vaktina í vörninni hjá okkur. Biggi skilaði sínu með mikilli í prýði í fyrri hálfleik þrátt fyrir æfingaleysi. Þegar við förum inn í hálfleik í vallarskúrinn sé ég hvar Biggi er úti á velli að hlaupa fram og til baka. Ég spyr Sigga Lár hvort Biggi viti ekki að það sé kominn hálfleikur. ”Jú” segir Siggi, en bætir svo við, að ef hann stoppar þá er óvíst að hann komist í gang aftur, þannig að ég þori ekki að taka sénsinn á því.”

Hvað veistu um félagið í dag og starfsemi þess ?
Ekki mikið, en mér sýnist að það sé verið að vinna metnaðarfullt og gott starf með takmörkuð fjárráð og ekki úr miklum fjölda leikmanna að vinna úr. Það fer þó ekki framhjá nokkrum manni að Húsavík og Völsungur eru að búa til mikinn fjölda af góðum knattspyrnumönnum og fær hitt liðið mitt, Breiðablik að njóta eins þeirra, Elfars Aðalsteins sem er frábær leikmaður. Ég sá liðið á móti Hamar um daginn og fannst það spila mjög vel og gríðarlega spennandi ungir leikmenn í liðinu eins og Ásgeir Sigurgeirs, Hafþór Aðalgeirs og Arnþór Hermanns, svo er Tine mjög góður leikmaður og meiðsli hans mikið áfall. Það er líka metnaðarfullt og flott að tefla fram öflugu kvennaliði og á Völsungur heiður skilið fyrir það.

Hvaða skoðun hefur þú á gervigrasvellinum sem nú er verið að rísa ?
Það er mikil lyftistöng fyrir fótboltann á Húsavík, en ég hef ekki forsendur til að meta hvort önnur verkefni voru meira aðkallandi fyrir sveitafélagið.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Hún er björt á öllum sviðum og vonandi getur liðið fest sig í sessi sem stöðugt 1. deildarlið í karlaflokki og það væri gaman að komast í úrvalsdeildina í kvennaflokki, það er verðugt markmið.

Lokaorð til Völsunga um heim allan ?
Lifi Völsi

geiri

Eldri greinar:
Sá gamli græni: Jónas Hallgrímsson (1.tbl)
Sá gamli græni: Sigmundur Hreiðarsson (2.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ