Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Gođans áriđ 2010Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 519 - Athugasemdir ( )
Rúnar Ísleifsson varð skákmeistari Goðans 2010með nokkuð öruggum hætti í gær. Hann var búinn að tryggja sér sigur á mótinu fyrir lokaumferðina en í henni gerða hann jafntefli við Smára Sigurðsson í stuttri skák.
Rúnar fékk 6, 5 vinninga af 7 mögulegum og leyfði aðeins þetta eina jafntefli við Smára.
Í öðru sæti varð Jakob Sævar Sigurðsson með 5,5 vinninga og Smári Sigurðsson varð í 3 sæti með 5 vinninga. Benedikt Þór Jóhannsson kom nokkuð á óvart og varð í 4. sæti með 4,5 vinninga og var jafnframt efstur í flokki 16 ára og yngri. Snorri Hallgrímsson varð annar í yngri flokki með 3 vinninga og hefði getað hæglega geta endað ofar, því hann missti niður tvær unnar skákir í jafntefli, gegn Smára og svo Hermanni í loka umferðinni. Valur Heiðar Einarsson varð svo þriðji með 1,5 vinninga.
Frekari upplýsingar um mótið má sjá hér
Athugasemdir