Rólegt á Breiđafirđinum.

,, Heyrđu ţađ er bara rólegt á Breiđafirđinum í dag og búiđ ađ vera síđustu daga” sagđi Hjalti Hálfdánarson skipstjóri á Ţórsnesi II ţegar 640.is

Rólegt á Breiđafirđinum.
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 467 - Athugasemdir ()

Hjalti Hálfdánarson.
Hjalti Hálfdánarson.

,, Heyrðu það er bara rólegt á Breiðafirðinum í dag og búið að vera síðustu daga” sagði Hjalti Hálfdánarson skipstjóri á Þórsnesi II þegar 640.is sló á þráðinn til hans í dag.  Hjalti og hans menn voru þá að draga netin í austan kaldaskít og taldi Hjalti aflann í dag vera um þrjú tonn.

  ,,Við vorum að fá um fimm tonn í lögn fyrstu dagana en svo datt þetta niður nú fyrir helgina” sagði Hjalti en Þórsnesið byrjaði á netum í endaðan janúar. Aflinn fer til vinnslu hjá Þórsnesi ehf. í Stykkishólmi en Gunnlaugur K. Hreinsson í GPG er eigandi þess.

 

  Aðspurður um lífið um borð sagði Hjalti það vera gott.  ,,Kokkurinn er náttúrulega mjög mikilvægur um borð og fæðið hjá honum er sannkallað kóngafæði. Við gerum ekkert nema bæta á okkur aukakílóum ef við pössum okkur ekki” sagði kafteinn Hjalti að lokum en kokkurinn á Þórsnesinu er Hallmar Hugi Aðalsteinsson.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ