Ragna: Auvita vill maur alltaf rj stigrttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 447 - Athugasemdir ( )
,,Við komum ekki nógu ákveðnar inn í leikinn en bættum okkur mikið þegar leið á hálfleikinn. Mér fannst við eiga
skilið mark úr fyrri hálfleiknum. Við döluðum svo pínu í seinni hálfleik þótt við eigum alveg góð tækifæri
en það lá bara of mikið á okkur. Ég held við höfum átt skilið meira en við fengum úr leiknum," sagði Ragna
Baldvinsdóttir eftir 0-0 jafnteflið gegn Keflavík í dag.
,,Mér fannst varnarlínan okkar standa sig mjög vel í dag, þá sérstaklega miðvarðarparið. Það er mjög
jákvæð þróun frá síðasta leik og í heildina styrkjumst við fram á við þegar við náum að spila svona
þétta vörn. Við þurfum bara að halda þessu áfram og halda áfram að halda hreinu,"
,,Við vissum það fyrirfram að Keflavík væri með sterkt lið en auðvitað vill maður alltaf þrjú stig, þá
sérstaklega á heimavelli og við viljum ekkert að þessi sunnanlið fari héðan með stigin í pokanum. Eftir á að hyggja fannst mér
við geta náð öllum stigunum og því er maður ósáttur við að ná því ekki," sagði Ragna aðspurð um
skoðun sína á skiptingu stiganna hjá liðunum.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Rögnu í sumar en hún spilaði 82 mínútur á miðjunni áður en Heiðdís
Hafþórsdóttir kom í hennar stað.
,,Ég er mjög ánægð með að fá sénsinn í byrjunarliðinu í dag, ég ætlaði að nýta mér hann og
fannst það ganga ágætlega. Langt síðan ég hef spilað svona mikið en mér finnst ég hafa formið í það og ég er
bara mjög sátt með þennan tíma á vellinum í dag,"
Ragna teygir
á skönkunum eftir leik
Athugasemdir