Pétur Ţórir Gunnarsson Glímukóngur Íslands

Pétur Ţórir Gunnarsson glímumađur úr HSŢ varđ í dag Glímukóngur Íslands í fyrsta sinn.  Íslandsglíman fór ađ ţessu sinni fram á Akureyri  og eftir

Pétur Ţórir Gunnarsson Glímukóngur Íslands
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 217 - Athugasemdir ()

Pétur Þórir Gunnarsson glímumaður úr HSÞ varð í dag Glímukóngur Íslands í fyrsta sinn.  Íslandsglíman fór að þessu sinni fram á Akureyri  og eftir hörkukeppni í karlaflokki stóðu þeir efstir og jafnir frændurnir úr Baldursheimi, Pétur Þórir og Pétur Eyþórsson úr KR.

Þeir háðu því spennandi úrslitaglímu og hafði Pétur Þórir sigur á nafna sínum, þreföldum glímukóngi, og hlaut að launum Grettisbeltið.

 

 Glímukóngurinn Pétur Þórir er gríðarlegt efni, rétt að verða tvítugur.  Hann kemur eins og áður segir úr Baldursheimi í Mývatnssveit, sonur hjónanna Þuríðar Pétursdóttur og húsvíkingsins Gunnars Þórs Brynjarssonar sem þar búa.  Úr Baldursheimi hafa margir góðir glímumenn komið eins og t.d. feðgarnir Eyþór Pétursson og Pétur sonur hans sem háði úslitaglímuna við Pétur Þóri.  

 

   Glímudrottning Íslands varð Svana Hrönn úr GFD og Freyjumenið því hennar.  Þingeyingar áttu nú samt keppanda á verðlaunapalli því Sylvía Ósk Sigurðardóttir HSÞ náði þriðja sæti.  Sylvía Ósk er dóttir Sigurðar Hjartarsonar og Þórhöllu Valgeirsdóttur og bjó sín fyrstu ár á Húsavík, en býr nú í Mývatnssveit.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ