Pálmi Rafn til liđs viđ LilleströmÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 425 - Athugasemdir ( )
Fótbolti.net greinir frá því í dag að Lilleström hafi fengið miðjumanninn Pálma Rafn Pálmason til liðs við sig frá
Stabæk.
Pálmi Rafn hefur samþykkt þriggja ára samning við Lilleström en hann tekur gildi þegar núverandi samningur hans hjá Stabæk rennur
út um áramót.
Pálmi er uppalinn hjá Völsungi en hann lék síðan með KA og Val áður en hann fór til Stabæk árið 2008. Þessi 27
ára gamli leikmaður skoraði átta mörk í 26 leikjum með Stabæk á nýliðnu tímabili.
,,Við erum ánægðir með að hann komi til okkar. Okkur hlakkar til að sjá hann í búningi LSK," sagði Torgeir Bjarman yfirmaður
íþróttamála hjá Lilleström.
Hjá Lilleström hittir hann fyrir fleiri íslenska leikmenn en á nýliðnu tímabili spiluðu Björn Bergmann Sigurðarson, Stefán
Gíslason og Stefán Logi Magnússon með liðinu. (fotbolti.net)
Athugasemdir