06. feb
Öskudagurinn á Húsavík.Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 771 - Athugasemdir ( )
Mikið líf og fjör var á Húsavík í dag, líkt og ávallt á öskudag. Fljótlega upp úr birtingu fór ungviðið að fara á milli verslana, stofnana og fyrirtækja þar sem þau tóku lagið og þáðu ýmiskonar góðgæti að launum.
Börnin voru skrautlega búin í hinum ýsmu gerfum og t.a.m sást bæði til köngulóamannsins og Sollu stirðu á ferðinni í miðbænum. Síðdegis var svo fjölmenni á öskudagsballi í íþróttahöllinni þar sem m.a. kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Þjóðtrúin segir að öskudagurinn eigi sér átján bræður. Miðað við hvernig veðrið var í dag ættu húsvíkingar, sem og aðrir þingeyingar, að eiga ágætistíð í vændum næstu vikurnar. Spáir reyndar stormi á morgum.
Athugasemdir