ruggur sigur sasta leik sumarsins

Vlsungstelpurnar luku leik slandsmtinu r me stl egar r sigruu Fjlni nokku rugglega Hsavkurvelli. r skoruu tv mrk sem komu bi

ruggur sigur sasta leik sumarsins
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 785 - Athugasemdir ()

Unnur Mjll afhenti Helenu Rs verlaunin.
Unnur Mjll afhenti Helenu Rs verlaunin.

Völsungstelpurnar luku leik á Íslandsmótinu í ár með stæl þegar þær sigruðu Fjölni nokkuð örugglega á Húsavíkurvelli. Þær skoruðu tvö mörk sem komu bæði í fyrri hálfleik, það fyrra skoraði Helga Björk Heiðarsdóttir og það síðara Indíana Þórsteinsdóttir.

Helga Björk sækir að marki Fjölnis en hún skoraði fyrra mark Völsungs.

Inda skoraði síðara markið, hér er hún á fleygiferð með boltann.

Það var fínasta veður þegar leikurinn hófst en síðan lagðist þokan yfir og það kólnaði ört.

 

Eins og áður segir var þetta síðasti leikur Völsungs í B-riðli 1. deildar innar og endaði liðið í fjórða sæti með 17 stig.


Maður leiksins var valin Helena Rós Þórólfsdóttir og fékk hún fékk glaðning að launum frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu með 640.is en dómarar koma sem fyrr úr brekkunni.

Ámeðan vefstjóri 640.is brá sér af bæ í hálfan mánuð spiluðu stelpurnar tvo heimaleiki sem töpuðust báðir 0-1. Sá fyrri var gegn ÍR og þá var Jóney Ósk Sigurjónsdóttir valin maður leiksins og gegn Haukum var Dagný Björk Aðalsteinsdóttir valin maður leiksins.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr