Opna Skóbúđarmótiđ í golfiÍţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 270 - Athugasemdir ( )
Næstkomandi föstudag verður haldið Opna Skóbúðarmótið í golfi á Katlavelli. Mótið hefst kl. 1830 og fyrirkomulag mótsins er höggleikur án forgjafar karla og kvenna og opinn flokkur, punktakeppni með forgjöf. Veðurspá helgarinnar er góð og því má reikna með að völlurinn skarti sínu fegursta í miðnætursólinni.
Veglegir vinningar eru í boði Skóbúðar Húsavíkur en mikið golfáhugafólk stendur að rekstri hennar og er það vel hve myndarlega það styrkir golfstarfið . Sérstök nándarverðlaun eru á þriðju og fimmtu braut en í því felst að sá hlýtur verðlaun er kemst næst holu í fyrsta höggi. Einnig verður dregið úr skorkortum að loknu móti. Skráning á mótið fer fram á golf.is og eru allir golfarar hvattir til að skrá sig.
Athugasemdir