Opna ryggis og Heimilstkja mti fr fram um helgina

Katlavllur er fallegur gu veri en 68 kylfingar tku tt opna ryggis og Heimilstkja mtinu sem fram fr gr blskaparveri. Um helmingur

Opna ryggis og Heimilstkja mti fr fram um helgina
rttir - Hjlmar Bogi Hafliason - Lestrar 304 - Athugasemdir ()

Slegi af rija teig
Slegi af rija teig
Katlavöllur er fallegur í góðu veðri en 68 kylfingar tóku þátt í opna Öryggis og Heimilstækja mótinu sem fram fór í gær í blíðskaparveðri. Um helmingur þátttakenda kom utan Húsavíkur og er það fagnaðarefni að völlurinn laði kylfinga víða að. Mikil breidd var í mótinu en þátttakendur voru með allt frá 0,7 í forgjöf og upp í fulla forgjöf.

Spilað var Texas-Scramble og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Nándarverðlaun voru á 3. og 5. braut. Mótið gekk vel fyrir sig í góðu golfveðri og góð stemning var meðal áhorfenda í skálanum. Fyrstu verðlaun hlutu Magnús G. Hreiðarsson og barnabarnið hans Reynir Örn Hannesson, önnur verðlaun hlutu Sigurður Hreinsson og Sigurjón Sigurðsson. Þessir eru allir félagar í GH, Golfklúbbi Húsavíkur. Þriðja sætu hluti Fylkir Þór Guðmundson úr GÓ og Matthea Sigurðardóttir úr GA. 640.is óskar vinningshöfum til hamingju með árangurinn.

                              Sigurgeir Stefánsson slær upp að níunda gríni

 

   Það var góð stemning meðal áhorfenda og er sérstök athygli vakin á bleiku skreytingunum

 

                                       Tóta gefur Gulla Stefáns góð ráð


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr