Ómar Örn Sparisjóđsmeistari.

Sparisjóđsmót Skotfélags Húsavíkur fór fram í gćrkveldi á skotvelli félagsins viđ Vallmóa. Blíđskaparveđur var ţar efra og tólf keppendur mćttu til leiks

Ómar Örn Sparisjóđsmeistari.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 282 - Athugasemdir ()

Ómar Örn Jónsson.
Ómar Örn Jónsson.

Sparisjóðsmót Skotfélags Húsavíkur fór fram í gærkveldi á skotvelli félagsins við Vallmóa. Blíðskaparveður var þar efra og tólf keppendur mættu til leiks og allir vildu ná hinum eftirsótta titli, Sparisjóðsmeistarinn.

Keppt var í tveim flokkum, vanir og óvanir, og var keppnin æsispennandi enda keppt um vegleg verðlaun, gjafabréf í Hlað. Keppendu voru vel studdir af fjölmörgum áhorfendum og til að tryggja að enginn færi nú svangur heim var áhorfendum sem og keppendum boðið upp á pítsur.

Leikar fóru þannig að Ómar Örn Jónsson varð Sparisjóðsmeistari eftir sigur í flokk vanari skotmanna. Annar varð formaður skotfélagsins Elías Frímann Elvarsson og þriðji Sigdór Jósefsson. Í flokki þeirra óvönu sigraði Kristinn Lúðvíksson, annar varð Einar Gestur Jónasson og þriðji Baldur Baldvinsson.

Elías Frímann formaður sagði mótið hafa farið vel fram og vildi koma á framfæri þökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn svo þetta mót yrði að veruleika, sértaklega þó Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

 

Sigdór, Ómar Örn og Elías Frímann.

Baldur, Kristinn og Einar Gestur.

Ljósmyndir. Skothus.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ