17. feb
Nr leikmaur til Vlsungarttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 700 - Athugasemdir ( )
Nýr varnarmaður er genginn til liðs við Völsunga. Sá heitir Marko Blagojevic og er fæddur 21.ágúst 1985.
Hann kemur til okkar frá heimalandi sínu Serbíu en hann spilaði í 2.deildinni á Íslandi árin 2008 og 2009, þá með
Víði í Garði. Með þeim spilaði hann 37 deildar- og bikarleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann er miðvörður og í kringum
1,85 meter á hæð.
Vel var látið af Marko á meðan hann spilaði með Víði og það er vonandi að hann reynist Völsungum vel. Við bjóðum Marko
velkominn í hópinn og til Húsavíkur!
Athugasemdir