30. g
N er a duga ea drepast.rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 223 - Athugasemdir ( )
Stúlkurnar okkar í meistaraflokki Völsungs léku fyrri unadanúrslitaleik sinn við GRV í Grindavík í dag. Það er skemmst frá því að segja að stúlkurnar úr Grindavík, Sandgerði og Garðinum náðu fljótlega tveggja marka forystu í leiknum. Þær bættu svo því þriðja við fyrir hálfleik og útlitið ekki gott hjá norðanstúlkum.
Í síðari hálfleik náði Dagný Björk Aðalsteinsdóttir að minnka muninn. En lengra komust Völsungar ekki og nú er að duga eða drepast nk. þriðjudag þegar síðari leikurinn fer fram á Húsavíkurvelli. 640.is hvetur alla þá sem að vettlingum geta valdið að koma og hvetja stúlkurnar hvort sem fótboltaáhuginn sé að sliga þá eða ekki. Áfram Völsungur.
Athugasemdir