Norđurlandsmeistaramót skotmannaÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 227 - Athugasemdir ( )
Á laugardaginn síðasta fór fram Norðurlandsmeistaramót á skotvelli Skotfélags Húsavíkur. Mót þetta er haldið ár hvert á norðurlandi og var röðin komin að Skotfélagi Húsavíkur að halda þetta stórmót.
Að sögn Ómars Arnar Jónssonar hjá Skotfélagi Húsavíkur var mótið hið fyrsta sem Húsvíkingar halda þar sem skor úr mótinu gilda til stiga hjá Skotsambandi Íslands auk þess sem menn gátu einnig skotið sig inn í viðeigandi flokka.
Það var því mikið kapp lagt á að gera mótið sem og mótsvæðið sem glæsilegast úr garði. “Það hafðist með gríðarlega góðum styrk frá Gentle Giants en Stefán ákvað bara að kaupa mótið og kunnum við honum bestur þakkir fyrir þennan höfðingsskap”. Sagði Ómar Örn og bætti við að gestir þeirra hafi gert góðan róm af skotsvæði þeirra sem og mótinu sjálfu.
Keppendur á mótinu voru tólf. Sex frá Skotfélagi Húsavíkur, fjórir komu frá Akureyri og tveir frá Blönduósi. Á þessu móti var keppnisfyrirkomulagið þannig að keppt var í fjórum flokkum, 0-flokki,1. flokki, 2. flokki og 3.flokki. Skotnar voru 75+25 í final en fyrstu 75 dúfurnar voru til að skera úr um hver vann hvaða flokk.
Skemmst er frá því að segja að Baldur Baldvinsson vann 0- flokkinn, Sigdór Jósefsson vann 3-flokkinn og Ómar Örn Jónsson vann 2-flokkinn. Þegar hér var komið við sögu var ljóst að það voru þrír Húsvíkingar og tveir Akureyringar og einn Blöndósingur komnir í final þar sem skotnar eru 25 dúfur til að skera úr um hver verður Norðurlandsmeistari 2009.
Það er gaman að segja frá því að þegar í finalinn var komið var Ómar í öðru sæti í mótinu og átti gríðargóða möguleika á að vinna þennan eftirsóta tittil. En þegar líða tók á síðasta hring breyttust leikar þannig að Sigdór fór fram úr Ómari og hafnaði í þriðja sæti. Bráðabana þurfti hinsvegar á milli Guðmanns Jónassonar frá Blönduósi og Sigurðar Áka Sigurðarsonar frá Akureyri til að skera úr um hvor þeirra hreppti fyrsta sætið. Sigurður Áki sigraði bráðabanann og hreppti því fyrsta sætið og þar með Norurlandsmeistaratitilinn 2009. Þar með hirti hann titilinn af Guðmanni sem vann hann í fyrra. Skotfélag Húsavíkur vill koma á framfæri hamingjuóskum til Sigurðar Áka í tilefni sigursins og þakka öðrum keppendum fyrir frábæran dag.
Guðmann, Sigurður Áki og Sigdór ánægðir með árangurinn.
Meðfylgjandi ljósmyndir eru frá Ómari Erni Jónssyni.
Athugasemdir